Landspítali, sem ein af öflugustu vísindastofnunum landsins, tekur þátt og að sjálfsögðu viljum við hvetja sem flesta starfsmenn að mæta með eða jafnvel án barna og kynnast vísindum á lifandi og skemmtilegan hátt.
Vísindavaka er sannkölluð uppskeruhátíð, vísindanna á Íslandi, þar sem gestir kynna sér vísindin á lifandi hátt og eiga í beinu samtali við rannsakendur og vísindafólk frá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum í íslensku vísindasamfélagi.
Dagskráin hefst kl. 12:00 og verður sýningarsvæði Vísindavöku opið til kl. 17:00.
Á Vísindavöku er hægt að prófa ýmis tæki og tól sem vísindafólk vinnur með í sínu daglega starfi og einnig verða fjölmörg tækifæri til að prófa sjálf hvernig vísindi og nýsköpun virka.
Vísindavaka er opin öllum, ungum sem öldnum. Aðgangur er ókeypis.
Dagskrá Vísindavöku má nálgast hér.