Það mátti alls staðar sjá glitta í bleika litinn á Landspítala í dag. Starfsmenn héldu upp á bleika daginn með því að mæta í bleikum fötum og gæða sér á bleikum bollakökum. Á bleika deginum eru landsmenn hvattir til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirúmi. Markmiðið er vitundarvakning um krabbamein í konum. Landspítalakonur- og menn tóku að sjálfsögðu þátt.
| Smellið á myndir til að sjá þær stærri |
||
| |
||
| Sjá fleiri myndir í myndasafni |