Þann 14. júní 2006 var haldið upp á 20 ára afmæli hjartaskurðlækninga á Íslandi. Bjarni Torfason yfirlæknir hjarta- og lungnaskurðdeildar LSH bauð gesti velkomna og Þórarinn Arnórsson sérfræðingur rakti gang mála við upphaf hjartaskurðlækninga á Íslandi og lýsti fyrstu aðgerðinni á lifandi hátt.
Fyrsta aðgerðin var gerð 14. júní 1986 eða fyrir nákvæmlega 20 árum. Þórarinn stýrði henni en það var kransæðaskurðaðgerð sem gekk farsællega. Viktor Magnússon stjórnaði hjartalungnavélinni en aðrir í teyminu voru Hörður Alfreðsson, Hans Erik Hansson, Grétar Ólafsson, Kristinn B. Jóhannsson, Hjörtur Sigurðsson, Magnús Guðmundsson, Eiríkur Benjamínsson, Herdís Alfreðsdóttir, Rut Sigurðardóttir, Helga Þóra Kjartansdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Margrét Jónasar. Fyrsti sjúklingurinn, Valgeir Vilhjálmsson heiðursgestur afmælissamkomunnar, oft kallaður Valgeir fyrsti, ávarpaði gesti og gladdi starfsfólkið með nærveru sinni og frísklegu útliti þrátt fyrir háan aldur.
Helstu baráttumenn þess að hjartaskurðlækningar voru teknar upp hérlendis voru Grétar heitinn Ólafsson þáverandi yfirlæknir hjarta- og lungnaskurðdeildar LSH og Árni Kristinsson yfirlæknir á hjartadeild LSH, en góður stuðningur var einnig frá Þórarni Ólafssyni yfirlækni svæfinga- og gjörgæsludeildar og frá Matthíasi Bjarnasyni þáverandi heilbrigðisráðherra og fleiri framsýnum mönnum og konum á þeim tíma.
Frá upphafi hafa nú verið gerðar alls 3922 opnar hjartaskurðaðgerðir á Íslandi, í fyrstu voru gerðar kransæðaskurðaðgerðir eingöngu en síðar enn flóknari aðgerðir og þá bæði á börnum og fullorðnum. Árangur hefur verið góður eða með því besta sem gerist miðað við erlendar hjartaskurðdeildir. Um er að ræða teymisvinnu en teymið er skipað úrvalsstarfsfólki á öllum sviðum, tækjabúnaður er ávallt góður en höfðinglegar gjafir hafa gert teyminu kleift að endurnýja tækjakostinn jafnóðum úreldingu sem er mjög hröð á þeim hátæknibúnaði sem nauðsynlegur er fyrir þessar flóknu aðgerðir. Þróun hjartaskurðlækninga er mjög hröð og úreldast flóknustu tækin því á um það bil þremur árum. Umsvif hjarta- og lungnaskurðdeildar eru stöðugt vaxandi, sérstaklega hvað varðar stærð og umfang einstakra aðgerða. Fram að þessu hefur ein hjartaskurðstofa annað þörfinni en nú eru áform um að bæta við annarri fullkominni hjartaskurðstofu til viðbótar. Legudeild hjarta- og lungnaskurðdeildar 12E var nýlega endurbyggð og til stendur að ljúka viðgerðum á deildinni innan skamms. Gjörgæsla hjartaskurðsjúklinga 12B býr við mjög þröngt húsnæði á LSH en er þrátt fyrir það umfangsmikil og af háum gæðum, uppbygging þeirrar deildar við Hringbraut hefur að miklu leyti miðast við þarfir hjartaskurðsjúklinga en gífurleg reynsla og þekking við meðferð mikið veikra sjúklinga nýtist einnig öðrum sjúklingum deildarinnar og tryggir einnig þeim hágæða gjörgæslu með nútímalegum tækjabúnaði og aðferðum.
Framtíð hjartaskurðlækninga er björt, spennandi verkefni framundan, starfsandi frábær og starfsfólkið allt traust og vel menntað. Æðstu yfirmenn stofnunarinnar sýndu starfseminni hlýhug með þáttöku sinni í afmælishófinu sem var látlaust en fjölmennt og skemmtilegt.
:
(Frásögn: Bjarni Torfason yfirlæknir hjarta- og lungnaskurðlækninga)
Mynd: Hörður Alfreðsson læknir, Herdís Alfreðsdóttir hjúkrunarfræðingur, Bjarni Torfason yfirlæknir, Valgeir Vilhjálmsson fyrrverandi hjartasjúklingur, Þórarinn Arnórsson læknir og Hjörtur Sigurðsson læknir.
Fyrsta aðgerðin var gerð 14. júní 1986 eða fyrir nákvæmlega 20 árum. Þórarinn stýrði henni en það var kransæðaskurðaðgerð sem gekk farsællega. Viktor Magnússon stjórnaði hjartalungnavélinni en aðrir í teyminu voru Hörður Alfreðsson, Hans Erik Hansson, Grétar Ólafsson, Kristinn B. Jóhannsson, Hjörtur Sigurðsson, Magnús Guðmundsson, Eiríkur Benjamínsson, Herdís Alfreðsdóttir, Rut Sigurðardóttir, Helga Þóra Kjartansdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Margrét Jónasar. Fyrsti sjúklingurinn, Valgeir Vilhjálmsson heiðursgestur afmælissamkomunnar, oft kallaður Valgeir fyrsti, ávarpaði gesti og gladdi starfsfólkið með nærveru sinni og frísklegu útliti þrátt fyrir háan aldur.
Helstu baráttumenn þess að hjartaskurðlækningar voru teknar upp hérlendis voru Grétar heitinn Ólafsson þáverandi yfirlæknir hjarta- og lungnaskurðdeildar LSH og Árni Kristinsson yfirlæknir á hjartadeild LSH, en góður stuðningur var einnig frá Þórarni Ólafssyni yfirlækni svæfinga- og gjörgæsludeildar og frá Matthíasi Bjarnasyni þáverandi heilbrigðisráðherra og fleiri framsýnum mönnum og konum á þeim tíma.
Frá upphafi hafa nú verið gerðar alls 3922 opnar hjartaskurðaðgerðir á Íslandi, í fyrstu voru gerðar kransæðaskurðaðgerðir eingöngu en síðar enn flóknari aðgerðir og þá bæði á börnum og fullorðnum. Árangur hefur verið góður eða með því besta sem gerist miðað við erlendar hjartaskurðdeildir. Um er að ræða teymisvinnu en teymið er skipað úrvalsstarfsfólki á öllum sviðum, tækjabúnaður er ávallt góður en höfðinglegar gjafir hafa gert teyminu kleift að endurnýja tækjakostinn jafnóðum úreldingu sem er mjög hröð á þeim hátæknibúnaði sem nauðsynlegur er fyrir þessar flóknu aðgerðir. Þróun hjartaskurðlækninga er mjög hröð og úreldast flóknustu tækin því á um það bil þremur árum. Umsvif hjarta- og lungnaskurðdeildar eru stöðugt vaxandi, sérstaklega hvað varðar stærð og umfang einstakra aðgerða. Fram að þessu hefur ein hjartaskurðstofa annað þörfinni en nú eru áform um að bæta við annarri fullkominni hjartaskurðstofu til viðbótar. Legudeild hjarta- og lungnaskurðdeildar 12E var nýlega endurbyggð og til stendur að ljúka viðgerðum á deildinni innan skamms. Gjörgæsla hjartaskurðsjúklinga 12B býr við mjög þröngt húsnæði á LSH en er þrátt fyrir það umfangsmikil og af háum gæðum, uppbygging þeirrar deildar við Hringbraut hefur að miklu leyti miðast við þarfir hjartaskurðsjúklinga en gífurleg reynsla og þekking við meðferð mikið veikra sjúklinga nýtist einnig öðrum sjúklingum deildarinnar og tryggir einnig þeim hágæða gjörgæslu með nútímalegum tækjabúnaði og aðferðum.
Framtíð hjartaskurðlækninga er björt, spennandi verkefni framundan, starfsandi frábær og starfsfólkið allt traust og vel menntað. Æðstu yfirmenn stofnunarinnar sýndu starfseminni hlýhug með þáttöku sinni í afmælishófinu sem var látlaust en fjölmennt og skemmtilegt.
:
(Frásögn: Bjarni Torfason yfirlæknir hjarta- og lungnaskurðlækninga)
Mynd: Hörður Alfreðsson læknir, Herdís Alfreðsdóttir hjúkrunarfræðingur, Bjarni Torfason yfirlæknir, Valgeir Vilhjálmsson fyrrverandi hjartasjúklingur, Þórarinn Arnórsson læknir og Hjörtur Sigurðsson læknir.