Lyflækningadeild B7
Rut Tryggvadóttir rutt@landspitali.is
rutt@landspitali.isSigríður Þórdís Valtýsdóttir
sigrival@landspitali.isHafðu samband
Hér erum við
Fossvogur, B álma 7. hæð
Hagnýtar upplýsingar
Meginviðfangsefni
Meginviðfangsefni deildarinnar er greining, meðferð og hjúkrun sjúklinga með bráð lyflæknisfræðileg vandamál sem þarfnast innlagnar á sjúkrahús og falla undir almennar lyflækningar. Flestir sjúklingar koma frá bráðamóttöku en líka frá gjörgæslu og göngudeildum spítalans.
Deildin er 18 rúma legudeild og hefur á að skipa um 70 starfsmönnum.
Starfsfólk deildarinnar leggur áherslu á góð samskipti við sjúklinga og fjölskyldur þeirra og að veita greinargóðar upplýsingar um sjúkdómsástand, rannsóknir, meðferð, hjúkrun og batahorfur.
- Deildin er opin allan sólarhringinn allan ársins hring
- Sjúklingar leggjast inn hvenær sem er sólarhringsins og útskrifað er alla daga.
- Sjúklingum er sinnt allan sólarhringinn allt eftir þörfum hvers og eins en mest er um að vera á morgnana. Þá er veitt aðstoð við persónulega umhirðu, genginn stofugangur og útskriftir undirbúnar.
- Vaktaskipti hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða eru kl. 08:00, 15:30 og 23:00
- Stofugangur er frá 09:00-11:00
- Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar gegna mikilvægu hlutverki í meðferð, fræðslu og ráðleggingum til sjúklingai
- Félagsráðgjafar veita ráðgjöf varðandi réttindamál, búsetuúrræði og færni og heilsumat.
- Sálfræðingar eru kallaðir til eftir þörfum fyrir sjúklinga og aðstandendur
- Næringarráðgjafar veita fræðslu og ráðgjöf um mataræði
- Prestar og djáknar sinna sálgæslu sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks
- Deildin er opin allan sólarhringinn allan ársins hring. Sjúklingar leggjast inn hvenær sem er sólarhringsins og útskrifað er alla daga.
- Sjúklingum er sinnt allan sólarhringinn allt eftir þörfum hvers og eins en mest er um að vera á morgnana. Þá er veitt aðstoð við persónulega umhirðu, genginn stofugangur og útskriftir undirbúnar.
- Vaktaskipti hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða eru kl. 08:00, 15:30 og 23:00. Stofugangur er frá 09:00-11:00.
- Heimsóknartímar eru eftir samkomulagi en yfirleitt ekki fyrir hádegi eða eftir kl. 20:00.
- Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar gegna mikilvægu hlutverki í meðferð, fræðslu og ráðleggingum til sjúklinga.
- Félagsráðgjafar veita ráðgjöf varðandi réttindamál, búsetuúrræði og færni og heilsumat.
- Sálfræðingar eru kallaðir til eftir þörfum fyrir sjúklinga og aðstandendur.
- Næringaráðgjafar veita fræðslu og ráðgjöf um mataræði.
- Prestar og djáknar sinna sálgæslu sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks.
Landspítali er háskólasjúkrahús og þangað kemur ár hvert fjöldi nema í hinum ýmsu starfsgreinum til kennslu og þjálfunar.
Nemendur fylgjast með og taka þátt í daglegri meðferð sjúklinga. Þeir eru alltaf á ábyrgð undir handleiðslu leiðbeinenda sinna.
Þá er unnið umfangsmikið vísindastarf á sjúkrahúsinu.
Sjúklingar eru stundum beðnir um að taka þátt í slíkum verkefnum og eiga þeir þá rétt á ítarlegri upplýsingagjöf um tilgang og framkvæmd verkefnis.
Hverjum og einum er heimilt að neita slíkri þátttöku eða hætta henni hvenær sem er án skýringa.
Allir sjúklingar fá mat á deildinni nema þeir séu tímabundið fastandi vegna rannsókna, aðgerða eða sjúkdómsástands.
- Morgunverður er borinn fram um kl. 8:30
- Hádegisverður um kl. 12:00
- Miðdegiskaffi um 14:30
- Kvöldmatur um kl. 17:30
- Kvöldkaffi um 19:30
Á ganginum er vatnskælivél. Einnig er þar kæliskápur fyrir sjúklinga ásamt borði með blómavösum og merkimiðum.
- Farsíma má nota en vinsamlega hafið símann stilltan á hljólausa stillingu og takið tillit til stofufélaga þegar talað er í síma.
Vinsamlega virðið einkalíf annarra sjúklinga og ræðið ekki það sem þið kunnið að verða áskynja um heilsufar þeirra og hagi.
- Sjúklingar geta fengið aðgang að netinu gegnum gestanet spítalans
- Afþreyingartónlist er í útvarpinu á rás 3
- Sjónvörp eru á öllum sjúkrastofum
Kvennadeild Rauða kross Íslands rekur verslanir í anddyrum Landspítala.
- Sjúklingar eru beðnir um að láta vita ef þeir hyggjast fara í verslunina, eða af deildinni í öðrum erindagjörðum
Hraðbanki er í anddyri í Kringlu og sjálfsalar eru á nokkrum stöðum í húsinu.
Guðsþjónustur eru flesta sunnudaga kl.10:00 á Landspítala Fossvogi, stigapalli á 4. hæð. Þær eru auglýstar sérstaklega.
Við útskrift á sjúklingur rétt á að fá:
- Upplýsingar um ástæður innlagnar, meðferð og niðurstöður rannsókna.
- Upplýsingar um áframhaldandi eftirlit ef slíkt er fyrirhugað og hvert á að leita eftir niðurstöðum sem liggja ekki fyrir við útskrift.
- Upplýsingar um hættumerki sem þarf að vera vakandi fyrir eftir heimkomu og hvert á að leita ef vandamál koma upp eftir útskrift.
- Yfirlit yfir þau lyf sem á að taka, skammtastærðir og tímalengd ef við á. Lyfseðlar eru sendir rafrænt í lyfjagátt og er hægt að leysa út í hvaða apóteki sem er.