Leit
Loka

Göngudeild þvagfæra 11A

Þjónusta og meðferð vegna sjúkdóma í þvagfærum

Deildarstjóri

Hulda Pálsdóttir

Yfirlæknir

Rafn Hilmarsson

Banner mynd fyrir  Göngudeild þvagfæra 11A

Hafðu samband

OPIÐ08:00-16:00 - Opnum fyrir símann 08:30

08:00-12:00 á föstudögum

Göngudeild þvagfæra - mynd

Hér erum við

Landspítali Hringbraut, aðalbygging - A álma, 1. hæð. Gengið til hægri þegar inn er komið í Kringluna.

Sjá á korti

Hagnýtar upplýsingar

Á göngudeild þvagfæra 11A er sérhæfð göngudeildarþjónusta við sjúklinga utan sem innan spítala auk ráðgjafar og kennslu.  Þar fara fram ýmsar rannsóknir, greiningar og meðferðir á sjúkdómum í þvagfærum svo sem nýrnasteinbrjótsmeðferð og þvaglekaráðgjöf.


Opið:

  • kl. 8:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga 
  • kl. 8:00-12:00 á föstudögum

Steinbrjótstæknin felst í því að hljóðhöggbylgjum er safnað saman í lítinn punkt þar sem steinn er og sundrast hann við það án þess að beita þurfi opinni skurðaðgerð.
Höggbylgjur eru sendar á nýrnasteina í þeim tilgangi að brjóta þá í steinsalla sem síðan skiljast út með þvagi.  

           

 

Nýrnasteinbrjótur

Nýr steinbrjótur var tekinn í notkun árið 2017

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?