Réttindi sjúklinga

Á geðsviði er lögð rík áhersla á að réttindi sjúklinga séu virt í hvívetna. Allir landsmenn eiga rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem unnt er að veita á hverjum tíma. Heilbrigðisþjónustan sem fólk hefur aðgang að á að vera sambærileg fyrir alla. Öll mismunun sjúklinga vegna kynferðis, trúarbragða, skoðana, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu er óheimil. Mikilvægt er að sjúklingar og aðstandendur gæti þagmælsku um málefni annarra sjúklinga sem þeir kunna að fá vitneskju um, heyra eða sjá á Landspítala.  

Réttindi sjúklinga

Lög og reglugerðir er varða sjúklinga og réttindi þeirra