Stuðningur og aðstoð

Markmið með starfsemi geðsviðs er að eftir meðferð verði fólk hæfara til að takast á við daglegt líf og bæta þannig líðan allrar fjölskyldunnar. Þegar meðferð er skipulögð er fjölskyldu eða nánustu aðstandendum boðið til samvinnu. Stuðlað er að því að fjölskyldan eða nánustu aðstandendur séu með sjúklingi/notanda í ráðum þegar því verður við komið.

Samvinna og tengsl geðsviðs við samtök aðstandenda hafa þróast á undanförnum árum. Samtökin hafa komið með tillögur til að bæta þjónustu við sjúklinga og fjölskyldur þeirra.

Fulltrúi notenda starfar á geðsviði og er úr hópi þeirra sem hafa verið í meðferð á Landspítala. Fulltrúinn tekur þátt í stefnumótun fjölskyldumiðaðrar þjónustu og situr í gæðaráði geðsviðs.