Afþreying og aðstaða

Rauða kross búð á Landspítala Fossvogi

Á Landspítala er leitast við að búa sjúklingum og aðstandendum sem besta aðstöðu til að uppfylla þarfir dagslegs lífs meðan á sjúkrahúsdvölinni stendur, hvort sem heldur er á sjúkrastofum eða í öðrum vistarverum.

Matsalirnir eru opnir öllum þ.e. starfsfólki, gestum og aðstandendum. 
Afgreiðslutími matsala Landspítala
Hægt er að kaupa mat í einnota umbúðum til að taka með úr matsölum LSH. 

Sjúklingar eiga greiðan aðgang að ljósvakamiðlum á sjúkrastofum og setustofum.  Einnig er hægt að hafa með sér tölvur eða myndspilara ef fólk vill, svo og farsíma.  Hægt er að fá aðgang að gestaneti Landspítala til að komast á Netið og nota tölvupóst.

Í Fossvogi og við Hringbraut eru verslanir þar sem hægt er að fá margs konar varning, þar á meðal gjafavörur, sælgæti, blóm, blöð og tímarit.  Víða um spítalann eru einnig sjálfsalar með mat, drykk og sælgæti, svo og hraðbankar og almenningssímar.  

Matstofa á Barnaspítala Hringsins er öllum opinn og þar er sérstök aðstaða fyrir foreldra til þess að vera með börnum sínum allan sólarhringinn, ef á þarf að halda. 

Á fjölförnustu stöðum spítalans, við Hringbraut og í Fossvogi, eru bílastæði næst inngöngum gjaldskyld til þess að þau gagnist sem best sjúklingum eða aðstandendum sem staldra stutt við.