Þráðormar í görn: húðsmit

Þráðormar í görn: húðsmit

 Nafn Ancylostoma duodenale, Necator americanus  Strongyloides stercoralis
 Aðalhýsill Maðurinn Maðurinn (hundar, kettir, apar)
 Millihýsill 0
 Fullorðinn ormur 0,8 - 1,8 cm  0,3 cm
 Líftími A. d. -> 7 ár, N. a. -> 20 ár Sýking í allt að 40 ár (sjálfsmit)
 Útbreiðsla Í heitu, röku loftslagi. S-Evrópa, A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía, M- og S-Ameríka, Karabísku eyjarnar, N-Ameríka (suð-austur hluti) Í heitu, röku loftslagi. S-Evrópa, A-Evrópa, Sovétrikin fyrrv., Afríka, Asía, M- og S-Ameríka, Karabísku eyjarnar, N-Ameríka (suðaustur hluti) 
 Smit Egg úr saur -> lirfur í jarðvegi -> gegnum húð (A. d. líka gegnum munn og með brjóstamjólk) 1) Lirfur úr saur -> smitandi lirfur í jarðvegi -> smit í gegnum húð; 2) sjálfsmit í görn eða gegnum húð
 Lirfuflakk Lirfur með æðum til lungna -> í berkjur -> meltingarvegur  Lirfur með æðum til lungna -> í berkjur -> meltingarvegur 
 Meltingarvegur Í smáþörmum. Einkenni 6 - 8 vikum eftir smit, þegar lirfur hafa þroskast í fullorðinn orm. Stundum dvalarstig í allt að 8 mán. áður en varp hefst Í skeifugörn/smáþörmum. Einkenni 2 - 4 vikum eftir smit. Athyglisvert að einungis kvenormar lifa sníkjulífi og verpa ófrjóvguðum eggjum sem klekjast út í meltingarvegi
 Einkenni a) Engin; b) væg lungnaeinkenni; c) skeifugarnarbólga í upphafi, kviðverkir, ógleði, niðurgangur, + blóð í hægðum; d) blóðleysi, vannæring a) Engin; b) væg lungaeinkenni; c) skeifugarnarbólga, (þarma/ristilbólga), kviðverkir, ógleði, niðurgangur; d) larva currens í húð (sjálfsmit); e) vannæring
 Aukakvillar 0 Útbreidd, lífshættuleg sýking hjá ónæmisbældum. ATH! Leita að Strongyloides hjá sjúklingum sem eiga að fá ónæmisbælandi lyf (t.d. stera) og koma frá landlægum svæðum
 Saurrannsókn Egg  Lirfur (egg klekjast út í melt. vegi). Venjulega lítið varp -> skoða mörg sýni 
 Eosinophilia + ++
 Blóðvatnspróf 0 + (óvíða í notkun)
 Meðferð Mebendazole (Vermox®): börn og full: 100 mg (1 tafla) eða 5 ml x 2/d í 3 d; flubendazole,albendazole, pyrantel pamoate (þessi þrjú lyf ekki skráð hér) Ivermectin: 200 µg/kg x 1/d í 1 - 2 d; thiabendazole: 25 mg/kg x 2/d í 2d; albendazole (lyfin eru ekki skráð hér)