Svið og deildir
Yfirlit um starfsemi sviða
Á aðgerðasviði eru Blóðbankinn, dauðhreinsun, gjörgæsludeildir, skurðstofur, speglanastofur, svæfingadeildir og vöknun.
Blóðbankinn annast söfnun, vinnslu og afgreiðslu blóðhluta ásamt sérhæfðri ráðgjöf og verkefnum svo sem vefjaflokkunarþjónustu og stofnfrumuvinnslu. Blóðbankinn rekur einnig blóðbankaþjónustu á Akureyri.
Á aðgerðasviði er haldið utan um alla starfsemi sem tengist skurðstofum, speglunarþjónustu og gjörgæslu.
Það rekur 20 skurðstofur í fjórum húsum (Fossvogur, Hringbraut, Kvennadeild, Eiríksgata).
Í tengslum við skurðstofur eru reknar svæfingadeildir, vöknun og dauðhreinsun. Umfangsmikið birgðahald fylgir skurðstofu- og speglunarstarfsemi.
Gjörgæsludeildir í Fossvogi og við Hringbraut sinna öllum sjúklingum eldri en 3 mánaða sem þarfnast gjörgæslumeðferðar, hvort heldur er vegna slysa, stórra skurðaðgerða eða alvarlegra veikinda.
Menntun heilbrigðisstétta og vísindarannsóknir eru mikilvægir þættir í starfsemi háskólasjúkrahúss. Margar heilbrigðisstéttir sækja hluta af menntun sinni á aðgerðasviði en nemendur í hjúkrunarfræði og læknisfræði eru þar fjölmennastir.
Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs
Alma D. Möller
almam@landspitali.is
Deildir aðgerðasviðs
- Blóðbankinn
- Dauðhreinsun
- Gjörgæsla og vöknun
- Speglun
- Skurð og svæfingadeildir
Á flæðisviði er fléttað saman ólíkri starfsemi þar sem rauði þráðurinn er flæði sjúklinga.
Þar er móttaka bráðveikra og slasaðra, endurhæfing, þjónusta við aldraða sjúklinga, sjúklingahótel, lyfjaþjónusta og flæðisdeild.
Meginhlutverk flæðisviðs er að tryggja samfellu í móttöku sjúklinga, meðferð þeirra og afdrifum með áherslu á öryggi og og skilvirkt flæði; auka lífsgæði og sjálfsbjörg með öflugri endurhæfingar- og öldrunarþjónustu.
Bráðaþjónusta er veitt í Fossvogi. Legu- og dagdeild endurhæfingar er staðsett á Grensási en sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar hafa starfsstöðvar í flestum húsum Landspítala.
Utanspítalaþjónusta í sambandi við:
- Landhelgisgæslu og þyrlu
- Áhöfn landlæknis í Samhæfingarstöð almannavarna
- Læknisfræðilega forsjá Neyðarlínunnar 112
Öldrunarþjónustan er á Landakoti en einnig á bráðaöldrunarlækningadeild B4 í Fossvogi og hjúkrunardeild á Vífilsstöðum.
Flæðisdeild hefur yfirsýn yfir komur og útskriftir á spítalanum á hverjum tíma og er framkvæmdastjórn til ráðgjafar um þau úrræði sem beita þarf hverju sinni til að tryggja eðlilegt og nauðsynlegt flæði sjúklinga.
Menntun heilbrigðisstétta og vísindarannsóknir eru mikilvægir þættir í starfsemi háskólasjúkrahúss.
Margar heilbrigðisstéttir og aðrar stéttir sækja hluta af menntun sinni á flæðisviði.
Framkvæmdastjóri flæðisviðs
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir
gudrakel@landspitali.is
Deildir flæðisviðs
Neyðarþjónusta
- Áfallamiðstöð
- Bráðadeild G2
- Bráða- og göngudeild G3
- Eitrunarmiðstöð
- Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis
- Utanspítalaþjónusta
Öldrunarlækningar
- Bráðaöldrunarlækningadeild B4
- Öldrunarlækningadeild A - K1
- Öldrunarlækningardeild B -K2
- Öldrunardeild Vífilsstöðum H
- Öldrunarlækningadeild F - L3
- Öldrunarlækningadeild C - L4
- Dag- og göngudeild öldrunarlækningadeild
- Útskriftardeild aldraðra
- Rannsóknarstofa í öldrunarfræðum (RHLÖ)
Endurhæfing og þvefrfaglegt
Annað
- Menntun
- Fræðsla og forvarnir
- Bráðadagurinn
Geðsvið Landspítala sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Lögð er áhersla á þátttöku í geðheilbrigðisþjónustu þar sem sviðið veitir stuðning og er í samvinnu við heilsugæslu og aðra velferðarþjónustu utan sjúkrahúsa.
Geðsvið sinnir göngudeildar- og samfélagsgeðþjónustu ásamt því að vera leiðandi í geðheilbrigðisþjónustu fyrir bráðveikt fólk og sérhæfð vandamál og endurhæfingu geðfatlaðra.
Landspítali er háskólasjúkrahús og er fræðsla, þjálfun og rannsóknarstörf starfsfólks og nemenda í geðheilbrigðisfræðum samtvinnað starfseminni.
Umhyggja – Fagmennska – Öryggi – Framþróun
Markmið með starfsemi geðsviðs er að eftir meðferð verði fólk hæfara til að takast á við daglegt líf og bæta þannig líðan allrar fjölskyldunnar. Fagmennska, jafnræði, virðing, öryggi, þekking og samvinna eru lykilatriði í samskiptum fólks.
Lögð er áhersla á heildræna meðferð þar sem leitast er við að auka lífsgæði, efla heilbrigði og virða réttindi fólks.
Áhersla er lögð á samfellu í allri meðferð, eftirmeðferð og endurkomu þar sem forsenda meðferðaáætlana er gagnkvæm upplýsingamiðlun milli sjúklings, fjölskyldu/ aðstandenda og heilbrigðisstarfsfólks.
Framkvæmdastjóri geðsviðs
María Einisdóttir
mariaein@landspitali.is
Deildir geðsviðs
Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs
Linda Kristmundsdóttir
lindakr@landspitali.is
Deildir kvennasviðs
- Kvennadeildir
- Fósturgreiningardeild
- Fæðingarvakt 23B
- Kvenlækningadeild - bráðamóttaka og göngudeild
- Kvenlækningadeild 21A - Legudeild
- Meðgöngu- og sængurlegudeild
- Mæðravernd
Deildir Barnaspítala Hringsins
- Barnaspítali Hringsins
- Barnadeild
- Bráðamóttaka barna
- Börn með svefnvanda
- Dagdeild barna
- Göngudeild barna
- Heilsuskóli Barnaspítalans
- Næringarráðgjöf - Barnaspítali
- Vökudeild: Nýbura og ungbarnagjörgæsla
Deildir BUGL
Aðrar deildir
Menntun heilbrigðisstétta og vísindarannsóknir eru mikilvægir þættir í starfsemi háskólasjúkrahúss. Margar heilbrigðisstéttir sækja hluta af menntun sinni á lyflækningasviði en nemendur í hjúkrunarfræði og læknisfræði eru þar fjölmennastir.
Legudeildir lyflækningasviðs
- Hjartadeild
- Meltingar- og nýrnadeild
- Smitsjúkdómar og almenn lyflækningadeild (smitsjúkdómadeild)
- Taugalækningadeild
- Gigtar- og almenn lyflækningadeild
- Blóðlækningadeild
- Krabbameinslækningadeild
- Lungnadeild
- Bráðalyflækningadeild
- Líknardeild
Dag- og göngudeildir lyflækningasviðs
- Hjartagátt (opin allan sólarhringinn)
- Dagdeild lyflækningadeild
- Skilunardeild
- Dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga
- Geisladeild
- Dagdeild líknardeildar
- Göngudeild húð- og kynsjúkdóma
- Göngudeild lyflækninga
- Dag- og göngudeild taugalækningadeildar
- Innkirtladeild
- Ígræðslugöngdeild
- Göngudeild hjartabilunar
- Göngudeild meltingarlækninga
Mannauðssvið Landspítala ber ábyrgð á stefnumörkun, samhæfingu og eftirfylgni mannauðsmála á spítalanum.
Helstu málaflokkarnir eru mönnunarmál, þ.e. öflun umsækjenda og aðstoð við stjórnendur í vinnuskipulagi og mönnun; kjaraþróun, þ.e. að vinna úr kjara- og stofnanasamningum og þróa frammistöðumat og viðbótargreiðslur, heilsa og öryggi, þ.e. heilsuefling, viðverustjórnun og vinnuvernd.
Mannauðssvið skipuleggur einnig stjórnendaþjálfun innan spítalans, annast starfsmannakannanir og kemur að samskiptamálum innan spítalans.
Mannauðssvið er stoðeining innan spítalans og vinnur náið með stjórnendum og starfsmönnum spítalans.
Markmiðið er að Landspítali sé eftirsóttur og samkeppnishæfur vinnustaður sem veitir hagkvæma og skilvirka þjónustu byggða á bestu þekkingu sem völ er á. Mannauðssvið hefur í heiðri gildi spítalans, sem eru umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun.
Landspítali er stærsta þekkingarfyrirtæki landsins og þar starfar fagfólk með fjölbreytta sérhæfingu í ólíkum störfum.
Stefna Landspítala er að setja sjúklinginn í öndvegi, en til að það sé mögulegt þarf að virkja allan mannauð spítalans - að setja starfsmanninn í öndvegi. Allir hlekkir keðjunnar eru mikilvægir svo unnt sé að uppfylla hlutverk spítalans.
Framkvæmdastjóri mannauðssviðs
Ásta Bjarnadóttir
astabjarna@landspitali.is
Kjaradeild
Mönnunar- og starfsumhverfisdeild
Launadeild
Á rannsóknarsviði eru átta sérgreinar lækningarannsókna. Þær eru blóðmeinafræði, erfða- og sameindalæknisfræði, klínísk lífefnafræði, líffærameinafræði, myndgreining, ónæmisfræði, sýklafræði og veirufræði.
Meginhlutverk sviðsins er að sinna almennum og sérhæfðum þjónusturannsóknum á Landspítala, öðrum heilbrigðisstofnunum og læknastofum . Á sviðinu starfa lífeindafræðingar, geislafræðingar, læknar, náttúrufræðingar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, ritarar og aðrir starfsmenn.
Menntun heilbrigðisstétta og vísindarannsóknir eru mikilvægir þættir í starfsemi sviðsins.
Margar heilbrigðisstéttir sækja hluta af menntun sinni á rannsóknarsviði, en nemendur í læknisfræði, geislafræði og lífeindafræði eru þar fjölmennastir.
Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild (HUT) tilheyrir rannsóknarsviði skipulagslega. Hún hefur er umsjón með rekstri og viðhaldi á öllum lækninga- og rannsóknartækjum sem og rekstur net- og flestallra tölvukerfa Landspítala.
Framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs
Jón Hilmar Friðriksson
jhf@landspitali.is
Deildir rannsóknarsviðs
- Erfða- og sameindalæknisfræðideild
- Meinafræðideild
- Ónæmisfræðideild
- Rannsóknarkjarni - Klínísk lífefnafræði og blóðmeinafræði
- Röntgendeild
- Sýkla- og veirufræðideild
Starfseiningar
- Lífsýnasöfn
Rekstrarsvið tryggir Landspítala rekstrarumhverfi í fremstu röð með þjónustu og sérfræðiráðgjöf á sviði fasteigna, viðhalds, þvottahúss, ræstinga, eldhúss, vörustjórnunar, öryggisvörslu og símsvörunar.
Á rekstrarsviði vinna um 300 starfsmenn ásamt um 100 verktökum saman að því að þjónusta alla starfsmenn spítalans allan sólarhringinn, alla daga ársins.
- Fasteignadeild rekstrarsviðs sér um rekstur fasteigna og lóða Landspítala og annast breytingar og viðhald á húseignum og húskerfum LSH
- Á sviðinu er enn fremur unnið að skipulags- og þróunarmálum, skipulagi nýbygginga og meiri háttar breytinga
- Viðhaldsdeild rekstrarsviðs hefur umsjón með og sinnir viðhaldi allra fasteigna LSH með eigin starfsmönnum eða verktökum samkvæmt vinnuáætlunum sem unnar eru í samráði við fasteignadeild rekstrarsviðs og viðkomandi notendur
- Þvottahús LSH sér um þvott, afgreiðslu og endurnýjun á öllu líni fyrir Landspítala
- Þvottahúsið rekur saumastofu sem sér um viðgerðir á öllu líni og nýsaum á hluta af öllu nýju líni
- Ræstingarþjónusta LSH er skipulagseining innan þvottahúss rekstrarsviðs og hefur á hendi yfirumsjón með ræsti- og hreingerningarmálum Landspítala ásamt framkvæmd
- Eldhús LSH ber ábyrgð á að öllum sjúklingum bjóðist öruggar og næringarríkar máltíðir í samræmi við þarfir þeirra
- Eldhús ber jafnframt ábyrgð á máltíðaþjónustu fyrir starfsmenn og aðstandendur sjúklinga, hefur umsjón með sölu matvæla til deilda og tryggir veitingaþjónustu til spítalans
- Flutninga- og símaþjónustan sinnir innri flutningaþjónustu á spítalanum
- Deildin sér meðal annars um flutning á vörum, mat, líni, sorpi, sýnum, blóði, rúmum, pósti og sjúklingum
- Deildin sér einnig um rekstur símavers sem veitir bæði ytri viðskiptavinum og starfsmönnum fjölbreytta símaþjónustu.
- Öryggi er starfseining sem hefur það hlutverk að tryggja öryggi sjúklinga, starfsmanna, gesta og annarra á spítalanum ásamt eignavörslu
- Þjónusta felst aðallega í öryggisgæslu, eftirliti og vaktþjónustu á spítalanum ásamt vöktun öryggis- og hússtjórnarkerfa
Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs
Ingólfur Þórisson
ingolfth@landspitali.is
Fjármálasvið Landspítala hefur umsjón með fjármálum spítalans og annast reikningshald hans, gerir mánaðaruppgjör og semur ársreikning.
Sviðið heldur utan um fjárheimildir spítalans, sér um fjárstýringu og innheimtir kröfur.
Gerð og eftirfylgni með fjárhagsáætlun er verkefni sviðsins og það annast söfnun, úrvinnslu og miðlun klínískra og fjárhagslegra upplýsinga og staðtalna.
Útboð, samningagerð, innkaup og vörustýring eru meðal hlutverka sviðsins.
Lyfjaþjónusta er veitt af sjúkrahúsapóteki Landspítala, sem hefur starfsstöðvar við Hringbraut og í Fossvogi.
Deildir fjármálasviðs eru skrifstofa framkvæmdastjóra, fjárstýring, hagdeild, innkaupadeild, reikningshald svo og sjúkrahúsapótek Landspítala.
Til að nálgast upplýsingar um launavinnslu, persónuafslátt, útborgun launa og útgáfu vottorða skal hafa samband við launadeild á mannauðssviði.
Fyrirspurnum um innheimtu er svarað hér: innheimta@landspitali.is
Framkvæmdastjóri fjármálasviðsMaría Heimisdóttir
mariahe@landspitali.is
Skrifstofa framkvæmdastjóra
Fjárstýring
Hagdeild
Innkaupadeild
Reikningshald
Sjúkrahúsapótek LSH
Á skurðlækningasviði er veitt almenn og sérhæfð meðferð á legu-, dag- og göngudeildum á sviði kviðarholsskurðlækninga, augnlækninga, brjóstholsskurðlækninga, bæklunarskurðlækninga, heila- og taugaskurðlækninga, háls-, nef- og eyrnalækninga, lýtalækninga, þvagfæraskurðlækninga og æðaskurðlækninga.
Á sviðinu er einnig umfangsmikil göngudeildarstarfsemi, bæði almenn móttaka fyrir og eftir skurðaðgerðir ásamt sérhæfðri þjónustu við sjúklinga. Þá annast sviðið rekstur á næringarstofu og miðstöðvar um sjúkraskrárritun.
Starfsstöðvar skurðlækningasviðs eru í Fossvogi, við Hringbraut, Eiríksgötu og í Kópavogi.
Menntun heilbrigðisstétta og vísindarannsóknir eru mikilvægir þættir í starfsemi háskólasjúkrahúss. Margar heilbrigðisstéttir sækja hluta af menntun sinni á skurðlækningasviði en nemendur í hjúkrunarfræði og læknisfræði eru þar fjölmennastir.
Framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs
Lilja Stefánsdóttir
liljaste@landspitali.is
Deildir skurðlækningasviðs
Legudeildir
- Bæklunarskurðdeild
- Heila, tauga og bæklunarskurðdeild
- Hjarta-, lungna- og augnskurðdeild
- Háls- nef- og eyrnadeild, lýta- og æðaskurðdeild (HNE)
- Kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild
Dag og göngudeildir
- Dagdeild skurðlækninga Hringbraut
- Dagdeild skurðlækninga Fossvogi
- Dag- og göngudeild augnlækninga
- Almenn göngudeild
- Göngudeild skurðlækninga
- Göngudeild bæklunarskurðdeildar
- Göngudeild þvagfæra
Aðrar deildir
- Brjóstamiðstöð
- Næringarstofa
- Miðstöð um sjúkraskrárritun
- Sjúkraskráarsafn LSH
Framkvæmdastjóri hjúkrunar
Framkvæmdastjóri hjúkrunar heyrir beint undir forstjóra og ber ábyrgð gagnvart honum. Forstjóri er næsti yfirmaður hans.
Framkvæmdastjóri hjúkrunar situr í framkvæmdastjórn. Hann ber ábyrgð á að móta sýn og markmið faglegra málefna er varða meðferð sjúklinga og faglega þróun heilbrigðisstarfsmanna.
Framkvæmdastjóri hjúkrunar ber í þessum tilteknu faglegu málefnum ábyrgð á starfi hjúkrunar á Landspítala. Hann styður við faglega þróun og starfsþróun hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, sjúkraliða, presta og djákna en ber einnig að efla faglega þróun allra annarra heilbrigðisstétta í samvinnu við aðra framkvæmdastjóra.
Vísindi, menntun og gæðastarf er undir sameiginlegri stjórn framkvæmdastjóra hjúkrunar og framkvæmdastjóra lækninga.
Netfang hjúkrunar á Landspítala: hjukrun@landspitali.is
Framkvæmdastjóri hjúkrunar
Sigríður Gunnarsdóttir
sigridgu@landspitali.is
Framkvæmdastjóri lækninga
Framkvæmdastjóri lækninga er yfirlæknir Landspítala og starfar skv. 10. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40, frá 2007.
Hann er faglegur ábyrgðarmaður lækninga á sjúkrahúsinu og þróar og mótar læknisþjónustuna í samstarfi við forstjóra, framkvæmdastjórn og aðra stjórnendur lækninga.
Framkvæmdastjórar lækninga og hjúkrunar vinna náið saman að ýmsum málefnum er varða faglega þróun í starfi spítalans.
-
Gæðamál; þróun, stefna og samræming gæðamála, sýkingavarna, klínískra leiðbeininga og lyfjamála í starfi spítalans
-
Umsjón, skráning og úrvinnsla athugasemda við klínískt starf og samskipti við Landlæknisembættið
-
Sjúkraskrá; varðveisla, aðgengi, ritstjórn, eftirlit og þróun. Áhersla á innihald og umgengni
-
Starfrækir sérstaka nefnd sem hefur eftirlit með notkun rafrænnar sjúkraskrár
-
Viðbragðsáætlun (samstarfsverkefni með framkvæmdastjóra flæðisviðs); þróun og endurskoðun viðbragðsáætlunar
Framkvæmdastjóri lækninga
Ólafur Baldursson
olafbald@landspitali.is
Svið hjúkrunar og lækninga hefur umsjón með:
Þróun leiðir stefnumótun Landspítala m.a. gerð árlegrar starfsáætlunar og ritstjórn á stefnuvef spítalans, stefna.landspitali.is.
Verkefnastofa spítalans heyrir undir þróun. Sú deild leiðir áframhaldandi innleiðingu á aðferðafræði straumlínustjórnunar (Lean Healthcare) m.a. með umfangsmiklu fræðslustarfi í umbótaskóla spítalans. Rík áhersla er lögð á straumlínustjórnun í rekstrinum með öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar til grundvallar.
Samskiptadeild spítalans tilheyrir þróun en þar er unnið að virkri upplýsingamiðlun um stefnu og starfsemi spítalans. Samskiptadeildin hefur yfirumsjón með ytri og innri vef ásamt samfélagsmiðlum spítalans.
Stærsta verkefni þróunar er yfirumsjón með þátttöku Landspítala í Hringbrautarverkefninu; uppbyggingu meðferðarkjarna, rannsóknahúss og fleiri bygginga á næstu árum í náinni samvinnu við NLSH ohf. Verkefnastjórn þessa umfangsmikla verkefnis telur um 25 verkefnastjóra frá flestum sviðum sviðum spítalans. Þessir verkefnastjórar eru flestir í hlutastörfum samhliða annarri þróunar- og umbótavinnu í núverandi starfsemi. Verkefnastjórnin annast m.a. samantekt og miðlun á þörfum starfseminnar, greiningar og þróun á flæði, ferlum og innra skipulagi, gerð húsrýmisáætlana, þátttöku í for- og fullnaðarhönnun og yfirferð og samþykki á hönnun .
Verkefnastofa
Framkvæmdastjóri þróunar
Benedikt Olgeirsson
benedikto@landspitali.is