Leit
Loka

Svið og deildir

Yfirlit um starfsemi sviða

Aðgerðarsvið verður til með nýju skipuriti Landspítala sem tók gildi 1. október 2019.
Sviðið er í mótun veturinn 2019-2020. 

Á aðgerðarsviði verða fimm kjarnar eða þjónustumiðstöðvar með sérhæfðari áherslum; krabbameinsþjónusta, hjarta- og æðaþjónusta, skurðlækningar, skurðstofur og gjörgæsla auk kvennadeilda, barnaspítala og BUGL (barna- og unglingageðdeilda). Sérstök nýjung er annars vegar krabbameinsþjónusta, hins vegar hjarta- og æðaþjónusta. Þá klasa á eftir að þróa nánar á næstu  mánuðum en þarna er verið að skapa kjarnaþjónustu við sjúklinga með tvö algengustu dánarmein Íslendinga; illkynja sjúkdóma annars vegar, hjarta- og æðasjúkdóma hins vegar. Tilgangurinn er að efla þá þjónustu við sjúklinga en einnig að skapa umgjörð fyrir menntun, vísindi og nýsköpun á þessum mikilvægu sviðum.

Framkvæmdastjóri:

Hlíf Steingrímsdóttir
hlifst@landspitali.is

Þjónustukjarnar

Skurðlækningaþjónusta
Skurðstofur og gjörgæsla
Krabbameinsþjónusta
Hjarta- og æðaþjónusta
Kvenna- og barnaþjónusta

Framkvæmdastjóri skrifstofu fjármála 
Ólafur Darri Andrason, darri@landspitali.is

Skrifstofa fjármála hefur umsjón með fjármálum Landspítala. Í því felst m.a. að sjá um fjárstýringu og fjárheimildir spítalans, annast gjalda- og tekjubókhald og innheimta kröfur. Skrifstofan sér einnig um reikningshald, gerir mánaðaruppgjör og semur ársreikning.

Fjárhagsáætlun og eftirfylgni hennar ásamt útkomuspám og ýmiss konar rekstrargreiningum eru einnig verkefni á skrifstofu fjármála. Þar fer og fram söfnun, úrvinnsla og miðlun klínískra og fjárhagslegra upplýsinga.

Útboð, samningagerð, innkaup og vörustýring eru meðal verkefna skrifsstofu fjármála sem og umsýsla með S-merkt lyf.

Deildir undir skrifstofu fjármála eru fjárhagsbókhald, hagdeild, innkaupadeild, reikningsskil og fjárstýring.


Skrifstofa mannauðsmála ber ábyrgð á stefnumörkun, samhæfingu og eftirfylgni mannauðsmála á spítalanum.

Helstu málaflokkarnir eru mönnunarmál, þ.e. öflun umsækjenda og aðstoð við stjórnendur í vinnuskipulagi og mönnun; kjaraþróun, þ.e. að vinna úr kjara- og stofnanasamningum og þróa frammistöðumat og viðbótargreiðslur, heilsa og öryggi, þ.e. heilsuefling, viðverustjórnun og vinnuvernd.

Skrifstofa mannauðsmála skipuleggur einnig stjórnendaþjálfun innan spítalans, annast starfsmannakannanir og kemur að samskiptamálum innan spítalans. 

Skrifstofa mannauðsmála er stoðeining innan spítalans og vinnur náið með stjórnendum og starfsmönnum spítalans.

Markmiðið er að Landspítali sé eftirsóttur og samkeppnishæfur vinnustaður sem veitir hagkvæma og skilvirka þjónustu byggða á bestu þekkingu sem völ er á. Skrifstofa mannauðsmála hefur í heiðri gildi spítalans, sem eru umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun.

Landspítali er stærsta þekkingarfyrirtæki landsins og þar starfar fagfólk með fjölbreytta sérhæfingu í ólíkum störfum.

Stefna Landspítala er að setja sjúklinginn í öndvegi, en til að það sé mögulegt þarf að virkja allan mannauð spítalans - að setja starfsmanninn í öndvegi. Allir hlekkir keðjunnar eru mikilvægir svo unnt sé að uppfylla hlutverk spítalans.

 

Framkvæmdastjóri mannauðsmála, Ásta Bjarnadóttir, astabjarna@landspitali.is 

Kjaradeild: Atli Atlason deildarstjóri, atli@landspitali.is

Mönnunar- og starfsumhverfisdeild: Bára Hildur Jóhannsdóttir, deildarstjóri monnunarteymi@landspitali.is

Launadeild: Ottó Magnússon, deildarstjóri, launabokhald@landspitali.is

Meðferðarsvið varð til með nýju skipuriti Landspítala sem tók gildi 1. október 2019.
Sviðið er í mótun veturinn 2019-2020.

Á meðferðarsviði er gert ráð fyrir fjórum kjörnum / miðstöðvum með almennari áherslum sem leiddar verða af forstöðumönnum; öldrun, bráðaþjónusta, lyflækningar og endurhæfing og loks geðþjónusta.

Framkvæmdastjóri: 

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir
gudrakel@landspitali.is

Þjónustukjarnar

Bráðaþjónusta
Lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta
Öldrunarþjónusta
Geðþjónusta

 

Framkvæmdastjóri hjúkrunar

Framkvæmdastjóri hjúkrunar heyrir beint undir forstjóra og ber ábyrgð gagnvart honum. Forstjóri er næsti yfirmaður hans.

Framkvæmdastjóri hjúkrunar situr í framkvæmdastjórn. Hann ber ábyrgð á að móta sýn og markmið faglegra málefna er varða meðferð sjúklinga og faglega þróun heilbrigðisstarfsmanna.

Framkvæmdastjóri hjúkrunar ber í þessum tilteknu faglegu málefnum ábyrgð á starfi hjúkrunar á Landspítala. Hann styður við faglega þróun og starfsþróun hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, sjúkraliða, presta og djákna en ber einnig að efla faglega þróun allra annarra heilbrigðisstétta í samvinnu við aðra framkvæmdastjóra.

Vísindi, menntun og gæðastarf er undir sameiginlegri stjórn framkvæmdastjóra hjúkrunar og framkvæmdastjóra lækninga.

Netfang hjúkrunar á Landspítala: hjukrun@landspitali.is

Framkvæmdastjóri hjúkrunar
Sigríður Gunnarsdóttir
sigridgu@landspitali.is

 

Framkvæmdastjóri lækninga

Framkvæmdastjóri lækninga er yfirlæknir Landspítala og starfar skv. 10. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40, frá 2007.

 

Hann er faglegur ábyrgðarmaður lækninga á sjúkrahúsinu og þróar og mótar læknisþjónustuna í samstarfi við forstjóra, framkvæmdastjórn og aðra stjórnendur lækninga.

 

Framkvæmdastjórar lækninga og hjúkrunar vinna náið saman að ýmsum málefnum er varða faglega þróun í starfi spítalans.

 
Framkvæmdastjóri lækninga ber ábyrgð á eftirtöldum verkefnum:
  • Gæðamál; þróun, stefna og samræming gæðamála, sýkingavarna, klínískra leiðbeininga og lyfjamála í starfi spítalans
  • Umsjón, skráning og úrvinnsla athugasemda við klínískt starf og samskipti við Landlæknisembættið
  • Sjúkraskrá; varðveisla, aðgengi, ritstjórn, eftirlit og þróun. Áhersla á innihald og umgengni
  • Starfrækir sérstaka nefnd sem hefur eftirlit með notkun rafrænnar sjúkraskrár
  • Viðbragðsáætlun (samstarfsverkefni með framkvæmdastjóra flæðisviðs); þróun og endurskoðun viðbragðsáætlunar

Framkvæmdastjóri lækninga
Ólafur Baldursson
olafbald@landspitali.is

 

Svið hjúkrunar og lækninga hefur umsjón með:

 

Þjónustusvið varð til með nýju skipuriti Landspítala sem tók gildi 1. október 2019.
Sviðið er í mótun veturinn 2019-2020. 

Á þjónustusviði er gert ráð fyrir a.m.k. þremur kjörnum; rannsóknarstofur, blóðbanki og myndgreining í einum klasa. Aðföng (birgðir, flutningar, eldhús, þvottahús, öryggisgæsla), fasteignir og umhverfi í öðrum klasa. Þá er gert ráð fyrir klasa lyfjaþjónustu, ráðgjafarþjónustu, fjarheilbrigðisþjónustu og heilbrigðis- og upplýsingatækni.

Þarna er verið að skapa svið utan um það sem kalla mætti þjónustu við framlínuklíník þar sem almennt er ekki um að ræða grunnábyrgð á sjúklingum frá innlögn til útskriftar. Hins vegar er verið að veita rannsóknarþjónustu en einnig mikilvæga stoðþjónustu, m.a. varðandi lyf, upplýsingatækni, fasteignir og aðföng.

Ástæða þess að sérstaklega er getið ráðgjafarþjónustu í skipuriti er sú að mikilvægur hluti af þjónustu öflugs háskólasjúkrahúss er getan til samstarfs og þess að veita skjótt sérhæfða ráðgjöf og þjónustu. Þetta þarf að þróa nánar á næstu mánuðum og árum en bæði er þarna um að ræða að skapa skýrt verklag fyrir ráðgjöf sérfræðinga af ýmsu tagi en einnig í einhverjum mæli að skapa umgjörð fyrir fagfólk sem að miklu eða öllu leyti sinnir ráðgjöf, frekar en að bera heildarábyrgð á sjúklingum.

Að hluta tengist ráðgjafarþjónusta einnig fjarheilbrigðisþjónustu. Fjarheilbrigðisþjónustu sér einnig stað í skipuritinu enda Landspítali spítali allra landsmanna og ljóst að bæði ný tækni og ný viðhorf samstarfs og verkaskiptingar munu leiða til meiri áherslu á fjarheilbrigðisþjónustu í samstarfi við aðrar heilbrigðisstofnanir á næstu árum.

Framkvæmdastjóri:

Jón Hilmar Friðriksson
jhf@landspitali.is

Þjónustukjarnar

Rannsóknarþjónusta
Aðföng og umhverfi
Lyfjaþjónusta
Ráðgjafarþjónusta
Fjarheilbrigðisþjónusta
Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?