Entamoeba - Giardia

Frumdýr í görn: Entamoeba og Giardia

 Nafn  Entamoeba histolytica (meinvaldandi), Entamoeba dispar (meinlaus)   Giardia lamblia
 Hýsill Maðurinn. Dýr (hundar, kettir, svín, apar) geta smitast af mönnum Villt dýr (bifrar, bísamrottur) og húsdýr (hundar, kettir, sauðfé), maðurinn
 Gerð Amaba (amoebae) Svipungur (flagellate)
 Útbreiðsla Um allan heim, algengari í Suðrinu. Ekki þekkt á Íslandi Um allan heim, líklega einnig á Íslandi
 Smit Saur-munn smit, oft með fæðu og vatni
Saur-munn smit, oft með vatni. Getur lifað í klórmeðhöndluðu drykkjarvatni
 Meltingarvegur Í ristli. Ífarandi sýking með sáramyndun. Einkenni 1 - 4 vikum eftir smit Í skeifugörn og smáþörmum. Einkenni 1 - 4 vikum eftir smit
 Einkenni a) Engin; b) blóðkreppusótt: kviðverkir, tenesmus, blóð og slím í hægðum, + niðurgangur, + hiti ; c) langvarandi slitróttum niðurgangi með kviðverkjum oft lýst í tengslum við E. histolytica, en virðist í raun mjög sjaldgæf sjúkdómsmynd; d) sýking utan meltingarvegar (kýlamyndun), venjulega í lifur: hiti, lifrarstækkun og - eymsli. Oft án einkenna frá görn a) Engin; b) ógleði, kviðverkir, vindgangur, blóðlaus niðurgangur með illa lyktandi hægðum, oft fitusaur, þyngdartap, + hiti. Gengur yfir á nokkrum dögum eða verður langvarandi ástand með endurteknum niðurgangsköstum
 Aukakvillar a) Lífshættuleg ristilbólga (sérstaklega ef þungun, nýburar, vannæring, sterar); b) toxískur megacolon ef sterar eru notaðir í blóðkreppusótt (ristilsýking getur líkst bólgusjúkdómi í görn)  Sýking í gallblöðru með verkjum og gulu
 Saurrannsókn Einkennalaus sýking í meltingarvegi: þolhjúpar + hreyfanleg stig í saur. Aths: E. h og E. d eru óaðgreinalegar í ljóssmásjá. Blóðkreppusótt: hreyfanleg stig í blóðugu fersku saursýni (< 1 klst. gamalt). Amöbukýli í lifur: frumdýrið finnst ekki alltaf í saur   Hreyfanleg stig og þolhjúpar. Óreglulegur útskilnaður og þarf stundum að skoða > 3 sýni (tekin með 3ja daga millibili)
 Blóðvatnspróf + ef sýking utan meltingarvegar (lifur, önnur líffæri) 0
 Aðrar greiningaraðferðir Blóðkreppusótt: ristilspeglun og sýni frá sári -> smásjárskoðun strax. Amöbukýli: myndgreining; lítið gagn að ástungu því amöburnar eru við kýlisvegginn og finnast sjaldnast í greftrinum Ef ekki greinist í saur má reyna skeifugarnarsog eða bíopsíu
 Meðferð Við einkennalausri sýkingu í meltingarvegi og eftir metronidazole meðferð (sjá neðar): lyf sem verka á þolhjúpa í garnarholi s.s. diloxanide furoate 500 mg x 3/d í 10 d (ekki skráð hér), paromomycin 500 mg x 3/d í 7 d (ekki skráð hér). Við blóðkreppusótt eða amöbukýli: metronidazole: full: 750 mg x 3/d í 5 - 10d, börn: 35 - 50 mg/kg/d (í 3 sk.) í 5 - 10d.  Metronidazole: full: 250 mg x 3 í 5 - 7 d, börn: 15 mg/kg/d (í 3 sk.) í 5 d. Í meðgöngu: paromomycin 25 - 35 mg/kg/d (í 3 sk.) í 7 d (frásogast ekki, en hefur síðri virkni en metronidazol). Paromomycin er ekki skráð hér.