Fundargerð

04. 05 2023

Siðanefnd heilbrigðisrannsókna

Fundur siðanefndar heilbrigðisrannsókna á Landspítala
Dagsetning: 4. maí 2023
Fundartími: 12:30-13:30
Staðsetning: Rafrænn
Númer fundar: 7
Viðstaddir:
Ásgeir Haraldsson, Bryndís Valsdóttir, Pétur S. Gunnarsson, Þórunn S Elíasdóttir, Sverrir Harðarson.
Fjarverandi: Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Tómasson.
Gestir (nafn/starfsheiti):
Fundarritari: Tinna Eysteinsdóttir

Dagskrá:

I. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

II. Skýrsla formanns um afgreiðslu mála milli funda.

Endanlega samþykkt

Erindi 14/2023 „Notkun ómskuggaefnis í hjartarannsóknum“
Ábyrgðarmaður: Steinar Guðmundsson sérfræðilæknir.
Aðrir umsækjendur: Heimir Bæring Gíslason MS í geislafræði, Guðlaug Björnsdóttir lektor HÍ.

Erindi 21/2023 „Fyrirburablóðleysi og blóðgjafir á Vökudeild Barnaspítala Hringsins“.
Ábyrgðarmaður: Þórður Þórkelsson yfirlæknir.
Aðrir umsækjendur: Sóley Isabelle Heenen læknanemi.

Erindi 25/2023 „Blóðhlutanotkun á Landspítalanum 2012 - 2022“.
Ábyrgðarmaður: Ólafur Eysteinn Sigurjónsson náttúrufræðingur og prófessor.
Aðrir umsækjendur: Sólveig Rán Stefánsdóttir MS nemi, Sveinn Guðmundsson yfirlæknir, Reynir Arngrímsson læknir og prófessor.

Erindi 26/2023 „The role of medical imaging and Machine learning in identifying achilles tendinopathy and tendon rupture“.
Ábyrgðarmaður: Halldór Jónsson jr yfirlæknir og prófessor.
Aðrir umsækjendur: Zakia Khatun dr nemi, Paola Gargiulo prófessor, Maria Tsirilaki sérfræðilæknir.

Erindi 27/2023 „Er hægt að koma fólki með geðrofssjúkdóma á vinnumarkað“.
Ábyrgðarmaður: Magnús Haraldsson geðlæknir og dósent.
Aðrir umsækjendur: Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir, Hlynur Jónasson verkefnastjóri, Oddur Ingimarsson geðlæknir og lektor..

Erindi 28/2023 „Tengsl líkamsþyngdar barnshafandi kvenna við útkomu fæðinga á Landspítala: Afturvirk ferilrannsókn“.
Ábyrgðarmaður: Berglind Hálfdánsdóttir dósent.
Aðrir umsækjendur: Árný Anna Svavarsdóttir ljósmóðir og ms nemi, Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir yfirljósmóðir.

Erindi 7/2022 „Áverkar á höfði á árunum 2010-2020: Lýsandi rannsókn á algengi og orsökum áverka og ferli sjúklinga innan Landspítala“ - viðbót.
Eftirfarandi aðilum var bætt í rannsakendahópinn: Sigrún Helga Lund prófessor og tölfræðingur (sigrunhl@hi.is) og Anna Helga Jónsdóttir dósent og tölfræðingur (ahj@hi.is).
Ábyrgðarmaður: Karl F. Gunnarsson verkefnastjóri.
Aðrir umsækjendur: Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir forstöðumaður og prófessor, Marianne Klinke forstöðumaður og dósent, Ágústa Hjördís Kristinsdóttir sérfræðingur í bráðahjúkrun, Hjalti Már Björnsson yfirlæknir.

Erindi 33/2022 „Áfengistengdar innlagnir á Landspítala: Fjöldi, orsakir og meðferð“ - viðbót.
ICD10 greiningunni E51.2 (Wernicke encephalopathy) bætt við gagnasafnið.
Ábyrgðarmaður: Hildur Jónsdóttir sérfræðilæknir.
Aðrir umsækjendur: Einar Stefán Björnsson yfirlæknir og prófessor, 3.árs læknanemi tilkynntur seinna.

III. Fjallað um eftirfarandi umsóknir:

Erindi 29/2023 „Væntingar og reynsla kvenna af fræðslu ljósmæðra og lækna um háþrýstingsjúkdóma á meðgöngu og fyrstu vikurnar eftir fæðingu: forprófun á spurningalistum fyrir meðgönguvernd“.
Ábyrgðarmaður: Helga Gottfreðsdóttir prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um ljósmæðraþjónustu.
Aðrir umsækjendur: Erla Björk Sigurðardóttir ms nemi í ljósmóðurfræði, Brynja Ingadóttir lektor og sérfræðingur í hjúkrun.
Samþykkt með athugasemdum

Erindi 30/2023 „Staða sykursýkismeðferðar á Landspítala með tilliti til áhættuþátta æðasjúkdóma“.
Ábyrgðarmaður: Rafn Benediksson yfirlæknir og prófessor.
Aðrir umsækjendur: Ívar Sævarsson sérnámslæknir, Steinunn Arnardóttir sérfræðilæknir og aðjúnkt.
Samþykkt með athugasemdum

IV. Önnur mál.

Virðingarfyllst
Ásgeir Haraldsson formaður.

Til baka