Fundargerð

16. 03 2023

Siðanefnd heilbrigðisrannsókna

Fundur siðanefndar heilbrigðisrannsókna á Landspítala
Dagsetning: 16. mars 2023
Fundartími: 12:30-13:30
Staðsetning: Rafrænn
Númer fundar: 5
Viðstaddir: Ásgeir Haraldsson, Bryndís Valsdóttir, Gunnar Tómasson, Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Pétur S. Gunnarsson.
Fjarverandi: Þórunn S Elíasdóttir, Sverrir Harðarson.
Gestir (nafn/starfsheiti):
Fundarritari: Tinna Eysteinsdóttir

Dagskrá:

I. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

II. Skýrsla formanns um afgreiðslu mála milli funda.

Endanlega samþykkt

Erindi 4/2023 „Faraldsfræðileg rannsókn á skjólstæðingum í transteymi Barna- og unglingageðdeild (BUGL) á árunum 2012-2022“.
Ábyrgðarmaður: Bertrand Lauth sérfræðilæknir og dósent.
Aðrir umsækjendur: Kolbrá Ethel Dagnýjardóttir læknanemi, Björn Hjálmarsson yfirlæknir, Rósa Björg Ómarssondóttir hjúkrunarfræðingur.

Erindi 18/2023 „Hlutfall kvenna 75 ára og eldri sem greinast með brjóstakrabbamein á Brjóstamiðstöð Landspítalans: Er hámarksaldur brjóstaskimunar á Íslandi of lár“.
Ábyrgðarmaður: Ester Kristínardóttir röntgenlæknir.
Aðrir umsækjendur: Særún Ósk Diego Arnarsdóttir geislafræðinemi.

Erindi 19/2023 „Notkun einstofna mótefna gegn RSV veiru hjá börnum á Íslandi. Fjöldi einstaklinga, árangur og kostnaður fyrir íslenskt samfélag“.
Ábyrgðarmaður: Ásgeir Haraldsson yfirlæknir og prófessor.
Aðrir umsækjendur: Valtýr Stefánsson Thors sérfræðilælknir og lektor, Þórunn Óskarsdóttir klínískur lyfjafræðingur, Anna Margrét Stefánsdóttir BSc læknanemi.

Erindi 26/2020 „Gastroschisis og omphalocele – tíðni, sjúkdómsgangur og árangur meðferðar“ – viðbót.
Árunum 2021 og 2022 bætt við gagnasafnið og rannsóknarlok færast aftur til ársloka 2025. Fá upplýsingar um fjölda fóstra sem krufin voru á meinafræðideild Landspítala á árunum 1991-1994, sem reyndust ver með gastroschisis eða omphalocele, einnig hvort þau voru með aðra fæðingargalla og þá hverja.
Ábyrgðarmaður: Þórður Þórkelsson yfirlæknir.
Aðrir umsækjendur: Þráinn Rósmundsson fyrrum yfirlæknir, Hulda Hjartardóttir yfirlæknir, Kristín Fjóla Reynisdóttir kandídat.

III. Fjallað um eftirfarandi umsóknir:

Erindi 21/2023 „Fyrirburablóðleysi og blóðgjafir á Vökudeild Barnaspítala Hringsins“.
Ábyrgðarmaður: Þórður Þórkelsson yfirlæknir.
Aðrir umsækjendur: Sóley Isabelle Heenen læknanemi.
Samþykkt með athugasemdum

Erindi 22/2023 „Nýgengi og algengi snemmkomins Alzheimer sjúkdóms á Íslandi“.
Ábyrgðarmaður: Helga Eyjólfsdóttir lyf- og öldrunarlæknir.
Aðrir umsækjendur: Hrafnhildur Eymundsdóttir verkefnastjóri, nemi verður tilkynntur síðar.
Samþykkt með athugasemdum

Erindi 23/2023 „Algengi og áhættuþættir fyrir naloxone notkun hjá inniliggjandi sjúklingum á Landspítala“.
Ábyrgðarmaður: Sigríður Zoëga deildarstjóri.
Aðrir umsækjendur: Birkir Örn Hlynsson sérfræðilæknir, Svava Ósk Aðalsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og ms nemi, Þorbjörg Jónsdóttir dósent, Þórunn K. Guðmundsdóttir klínískur lyfjafræðingur.
Samþykkt með athugasemdum

IV. Önnur mál.

Virðingarfyllst
Ásgeir Haraldsson formaður.

Til baka