Fundargerð

06. 10 2022

Siðanefnd heilbrigðisrannsókna

Fundur siðanefndar heilbrigðisrannsókna á Landspítala
Dagsetning: 6. október 2022
Fundartími: 12:30-13:30
Staðsetning: Rafrænn
Númer fundar: 12
Viðstaddir: Ólafur Samúelsson, Þórunn S Elíasdóttir, Pétur S. Gunnarsson. Sverrir Harðarson, Bryndís Valsdóttir, Helga Þórðardóttir, Gunnar Tómasson
Fjarverandi:
Gestir (nafn/starfsheiti):
Fundarritari: Tinna Eysteinsdóttir

Dagskrá:

I. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

II. Skýrsla formanns um afgreiðslu mála milli funda.
Endanlega samþykkt

Erindi 28/2022 „Tengsl Milou miðlægs fósturhjartsláttarkerfið við útkomu fæðinga á Landspítalanum“.
Ábyrgðarmaður: Helga Gottfreðsdóttir prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um ljósmæðraþjónustu á Landspítala.
Aðrir umsækjendur: Birta Hildardóttir ms nemi í ljósmóðurfræði, Halla Ósk Halldórsdóttir ljósmóðir.

Erindi 7/2022 „Áverkar á höfði á árunum 2010-2020: Lýsandi rannsókn á algengi og orsökum áverka og ferli sjúklinga innan Landspítala“ - viðbót.
Svana Katla Þorsteinsdóttir, ms nemi í hjúkrunarfræði bætist við rannsóknarhópinn.
Ábyrgðarmaður: Karl F. Gunnarsson verkefnastjóri.
Aðrir umsækjendur: Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir forstöðumaður og prófessor, Marianne Klinke forstöðumaður og dósent, Ágústa Hjördís Kristinsdóttir sérfræðingur í bráðahjúkrun, Hjalti Már Björnsson yfirlæknir.

Erindi 17/2021 „Styrkur fylgjupróteins 13 (PP13) í konum eftir fæðingu“ – færsla umsóknar til VSN.
Ábyrgðarmaður óskaði eftir því að bæta við gögnum frá SAk. Umsóknin, ásamt öllum fylgiskjölum, hefur verið send til VSN, sem mun taka hana fyrir.
Ábyrgðarmaður: Jóhanna Gunnarsdóttir sérfræðilæknir og lektor.
Aðrir umsækjendur: Sveinbjörn Gizurarson prófessor, Helga Helgadóttir aðjúnkt, Þóra Steingrímsdóttir prófessor og yfirlæknir, Guðrún Karlsdóttir læknanemi.

III. Fjallað um eftirfarandi umsóknir:

Erindi 29/2022 „Rétt staðsetning barkarennu við nös hjá nýburum“
Ábyrgðarmaður: Þórður Þórkelsson yfirlæknir.
Aðrir umsækjendur: Iðunn Leifssdóttir röntgenlæknir, Elín Ögmundsdóttir sérfræðingur í gjörgæsluhjúkrun nýbura, Arna Ýr Karelsdóttir læknanemi.
Samþykkt með athugasemdum

IV. Önnur mál.

Virðingarfyllst
Ólafur Samúelsson formaður.

Til baka