Fundargerð

22. 09 2022

Siðanefnd heilbrigðisrannsókna

Fundur siðanefndar heilbrigðisrannsókna á Landspítala
Dagsetning: 22. september 2022
Fundartími: 12:30-13:30
Staðsetning: Rafrænn
Númer fundar: 11
Viðstaddir: Þórunn S Elíasdóttir, Pétur S. Gunnarsson (varaformaður stýrir fundi), Bryndís Valsdóttir, Helga Þórðardóttir, Gunnar Tómasson.
Fjarverandi: Ólafur Samúelsson, Sverrir Harðarson.
Gestir (nafn/starfsheiti):
Fundarritari: Tinna Eysteinsdóttir

Dagskrá:

I. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

II. Skýrsla formanns um afgreiðslu mála milli funda.
Endanlega samþykkt

Erindi 25/2022 „Hver er félagsleg staða fjölskyldna þeirra barna sem voru í Heilsuskólanum árin 2018-2022?“
Ábyrgðarmaður: Helga Sól Ólafsdóttir félagsráðgjafi.
Aðrir umsækjendur: Sunneva Einarsdóttir nemi.

Erindi 20/2019 „Komur og endurkomur 67 ára og eldri á bráðamóttöku Landspítala – lýðfræði, ástæður koma og áhrif eftirfylgdar“.
Thor Aspelund prófessor og tölfræðingur bætist við rannsóknahópinn og árinu 2021 er bætt við gagnasafnið.
Ábyrgðarmaður: Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, forstöðumaður og dósent
Aðrir umsækjendur: Sigrún Sunna Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur og doktorsnemi, Lovísa A. Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, Ingibjörg Sigurþórsdóttir sérfræðingur í bráðahjúkrun, Helga Rósa Másdóttir aðstoðardeildarstjóri, Elísabet Guðmundsdóttir verkefnastjóri hagdeild, Hlíf Guðmundsdóttir sérfræðingur í öldrunarhjúkrun.

III. Fjallað um eftirfarandi umsóknir:

Erindi 27/2022 „Reynsla og upplifun mæðra síðfyrirbura á ljósmæðraþjónustu í sængurlegu: viðtalsrannsókn“
Ábyrgðarmaður: Helga Gottfreðsdóttir prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um ljósmæðraþjónustu á Landspítala.
Aðrir umsækjendur: Björk Jómundsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðurnemi, Rakel Jónsdóttir sérfræðingur í hjúkrun og dr nemi.
Samþykkt með athugasemdum

Erindi 28/2022 „Tengsl Milou miðlægs fósturhjartsláttarkerfið við útkomu fæðinga á Landspítalanum“.
Ábyrgðarmaður: Helga Gottfreðsdóttir prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um ljósmæðraþjónustu á Landspítala.
Aðrir umsækjendur: Birta Hildardóttir ms nemi í ljósmóðurfræði, Halla Ósk Halldórsdóttir ljósmóðir.
Samþykkt með athugasemdum

IV. Önnur mál.

Virðingarfyllst
Ólafur Samúelsson formaður.

Til baka