Fundargerð

18. 08 2022

Siðanefnd heilbrigðisrannsókna

Fundur siðanefndar heilbrigðisrannsókna á Landspítala
Dagsetning: 18. ágúst 2022
Fundartími: 12:30-13:30
Staðsetning: Rafrænn
Númer fundar: 10
Viðstaddir: Ólafur Samúelsson, Þórunn S Elíasdóttir, Pétur S. Gunnarsson. Sverrir Harðarson, Bryndís Valsdóttir, Helga Þórðardóttir.
Fjarverandi: Gunnar Tómasson.
Gestir (nafn/starfsheiti):
Fundarritari: Tinna Eysteinsdóttir

Dagskrá:

I. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

II. Skýrsla formanns um afgreiðslu mála milli funda.
Endanlega samþykkt

Erindi 17/2022 „Eftrilit með nýburum með öndunarörðugleika hjá foreldrum utan Vökudeildar“.
Ábyrgðarmaður: Þórður Þórkelsson yfirlæknir.
Aðrir umsækjendur: Stefán Orri Ragnarsson sérnámslæknir í barnalækningum, Óli Hilmar Ólason nýburalæknir, Guðrún Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur, Sigríður María Atladóttir deildarstjóri vökudeildar, Birna Gerður Jónsdóttir yfirljósmóðir fæðingarvaktar, María Guðrún Þórisdóttir yfirljósmóðir fæðingarvaktar.

Erindi 21/2022 „Tilfellarannsókn um fjölskyldu sem þjáist af arfgengri eingena sykursýki (MODY2) og týpu 1 sykursýki“
Ábyrgðarmaður: Berglind Jónsdóttir barnalæknir.
Aðrir umsækjendur: Einar Daði Lárusson 5.árs læknanemi.

Erindi 22/2022 „Ónæmisforðun sortuæxla“
Ábyrgðarmaður: Berglind Ósk Einarsdóttir aðjúnkt.
Aðrir umsækjendur: Eiríkur Steingrímssom prófessor, Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinslæknir, Gunnar Auðólfsson lýtalæknir, Teitur Sævarsson ms-nemi.

Erindi 24/2022 „Áhrif ítrekaðra fósturláta á parsambönd“
Ábyrgðarmaður: Helga Sól Ólafsdóttir félagsráðgjafi.
Aðrir umsækjendur: Ásta Berglind Sigurðardóttir, meistaranemi í félagsráðgjöf.

Erindi 7/2022 „Áverkar á höfði á árunum 2010-2020: Lýsandi rannsókn á algengi og orsökum áverka og ferli sjúklinga innan Landspítala“ - viðbót.
Bæta við tveimur nemum.
Ábyrgðarmaður: Karl F. Gunnarsson verkefnastjóri.
Aðrir umsækjendur: Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir forstöðumaður og prófessor, Marianne Klinke forstöðumaður og dósent, Ágústa Hjördís Kristinsdóttir sérfræðingur í bráðahjúkrun, Hjalti Már Björnsson yfirlæknir.

Erindi 9/2022 „Lokgastigsnýrnasjúkdómur í íslenskum börnum 2000 - 2021“ - viðbót.
Framlengja gagnasöfnunartímabilið og færa rannsóknarlok fram til 2025. Bæta auk þess við breytum.
Ábyrgðarmaður: Viðar Örn Eðvarðsson sérfræðingur í nýrnalækningum.
Aðrir umsækjendur: Runólfur Pálsson forstöðumaður og prófessor, Ólafur Skúli Indriðason sérfræðingur í nýrnalækningum, Þórður Páll Pálsson sérnámslæknir, Bergþóra Hrönn Hallgrímsdóttir læknanemi.

Erindi 43/2021 „Mat á fæði með breyttri áferð og næringarþörf sjúklinga sem fá fæði með breyttri áferð á Landspítala“ - viðbót.
Framlengja rannsóknartímabilið.
Ábyrgðarmaður: Ólöf Guðný Geirsdóttir dósent HÍ.
Aðrir umsækjendur: Fríða Rún Þórðardóttir MS nemi og næringarráðgjafi eldhúss og matsala Landspítala, Alfons Ramel prófessor HÍ, Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor og deildarstjóri Næringarstofu.

Erindi 28/2020 „Tíðni eðlilegra fæðinga á Landspítala fyrir og eftir sameiningu fæðingardeilda: afturvirk ferilrannsókn“ – viðbót.
Bæta við rannsóknarhópinn, lengja gagnasöfnunartímabil og fresta rannsóknarlokum.
Ábyrgðarmaður: Berglind Hálfdánsdóttir ljósmóðir og dósent.
Aðrir umsækjendur: Ólöf Ásta Ólafsdóttir prófessor í ljósmóðurfræðum, Sigurveig Ósk Pálsdóttir MS nemi í ljósmóðurfræðum.

III. Fjallað um eftirfarandi umsóknir:

Erindi 25/2022 „Hver er félagsleg staða fjölskyldna þeirra barna sem voru í Heilsuskólanum árin 2018-2022?“
Ábyrgðarmaður: Helga Sól Ólafsdóttir félagsráðgjafi.
Aðrir umsækjendur: Sunneva Einarsdóttir nemi.
Samþykkt með athugasemdum

Erindi 26/2022 „Training staff in a secure psychiatric unit to communicate empathatically with patients“.
Ábyrgðarmaður: Berglind Sveinbjörnsdóttir verkefnastjóri.
Aðrir umsækjendur: Sólveig Fríða Kjærnested sálfræðingur, Margrét G. Kristjánsson MS nemi.
Athugasemdir gerðar, viljum fá endurbætta umsókn.

IV. Önnur mál.

Virðingarfyllst
Ólafur Samúelsson formaður.

Til baka