Fundargerð

09. 06 2022

Siðanefnd heilbrigðisrannsókna

Fundur siðanefndar heilbrigðisrannsókna á Landspítala
Dagsetning: 9. júní 2022
Fundartími: 12:30-14:00
Staðsetning: Skaftahlíð 24
Númer fundar: 9
Viðstaddir: Ólafur Samúelsson, Þórunn S Elíasdóttir, Pétur S. Gunnarsson, Gunnar Tómasson.
Fjarverandi: Sverrir Harðarson, Bryndís Valsdóttir, Ingibjörg Lárusdóttir.
Gestir (nafn/starfsheiti):
Fundarritari: Tinna Eysteinsdóttir

Dagskrá:

I. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

II. Skýrsla formanns um afgreiðslu mála milli funda.
Endanlega samþykkt

Erindi 35/2021 „Fjölþátta heilsuefling með íhlutun til eldri einstaklinga (60+) með mismunandi arfgerð apolipopróteins E (APoE) ε4“.
Ábyrgðarmaður: Hrafnhildur Eymundsdóttir, verkefnastjóri rannsóknastofu í öldrunarfræðum.
Aðrir umsækjendur: Jón Snædal yfirlæknir, Alfons Ramel prófessor, Steinunn Þórðardóttir yfirlæknir, Sigrún Sunna Skúladóttir PhD nemi í hjúkrun, Kristján Godsk Rögnvaldsson PhD nemi í læknisfræði.

III. Fjallað um eftirfarandi umsóknir:

Erindi 24/2022 „Áhrif ítrekaðra fósturláta á parsambönd“
Ábyrgðarmaður: Helga Sól Ólafsdóttir félagsráðgjafi.
Aðrir umsækjendur: Ásta Berglind Sigurðardóttir ms nemi í félagsráðgjöf.
Samþykkt með athugasemdum

IV. Önnur mál.


Förum yfir breytingu á umsóknareyðublaði Vísindasiðanefndar hvað varðar kynjahlutföll og jafnréttissjónarmið.


Virðingarfyllst
Ólafur Samúelsson formaður.

Til baka