Fundargerð

07. 04 2022

Siðanefnd heilbrigðisrannsókna

Fundur siðanefndar heilbrigðisrannsókna á Landspítala
Dagsetning: 7. apríl 2022
Fundartími: 12:30-14:00
Staðsetning: Rafrænn
Númer fundar: 6
Viðstaddir: Ólafur Samúelsson, Þórunn S Elíasdóttir, Ingibjörg Lárusdóttir, Pétur S. Gunnarsson, Sverrir Harðarson Sædís Sævarsdóttir
Fjarverandi: Bryndís Valsdóttir
Gestir (nafn/starfsheiti):
Fundarritari: Tinna Eysteinsdóttir

Dagskrá:

I. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

II. Skýrsla formanns um afgreiðslu mála milli funda.
Endanlega samþykkt

Erindi 18/2018 „Fjölskyldumiðuð þjónusta á Landspítala: Áhrif styrkleikamiðaðra meðferðarsamræðna“ - viðbót.
Lilja Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur bætist í rannsóknarhópinn.
Ábyrgðarmaður: Anna Ólafía Sigurðardóttir sérfræðingur í hjúkrun á kvenna- og barnasviði og dósent.
Aðrir umsækjendur: Erla Kolbrún Svavarsdóttir prófessor og forstöðumaður fræðasviðs, Elísabet Konráðsdóttir sérfræðingur í hjúkrun á kvenna- og barnasviði og lektor, Margrét Gísladóttir sérfræðingur í hjúkrun á kvenna- og barnasviði og lektor, Henný Hraunfjörð verkefnastjóri og lýðheilsufræðingur á kvenna- og barnasviði, Sólrún W. Kamban sérfræðingur í hjúkrun, Heiðrún Hlöðversdóttir lýðheilsufræðingur HÍ, Herdís Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur og meistaranemi við HÍ , Guðrún Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur og lýðheilsufræðingur, Kristín Björg Flygenring hjúkrunarfræðingur, Bergljót Steinsdóttir hjúkrunarfræðingur.

Erindi 55/2020 „Gagnadrifin heilbrigðisþjónusta: Færum máttinn til þeirra sem glíma við andlega heilsufarskvilla“ - viðbót.
Elín Helga Ingadóttir, ráðgjafi á geðsviði Landspítala, bætist í rannsóknarhópinn. Einnig verða Björn Orri Hermannsson, Þorsteinn Helgi Guðmundsson og Elín Helga Ingadóttir tengiliðir þjónustuþega á Laugarásnum við Steinunni Gróu Sigurðardóttur og Halla Ósk Ólafsdóttir verður tengiliður þjónustuþega í geðhvarfateymi Landspítalans við Steinunni Gróu.
Ábyrgðarmaður: Oddur Ingimarsson geðlæknir og aðjúnkt.
Aðrir umsækjendur: Steinunn Gróa Sigurðardóttir dr-nemi, Anna Sigríður Islind lektor í tölvunarfræðideild, María Óskarsdóttir lektor í tölvunarfræðideild, Halla Ósk Ólafsdóttir sálfræðingur, Birna Guðrún Þórðardóttir geðlæknir, Björn Orri Hermannsson íþróttafræðingur, Þorsteinn Helgi Guðmundsson íþróttafræðingur.

Erindi 1/2022 „Börn með hita 0-3ja mánaða innlögð á Barnaspítalann, greining, meðferð og afdrif“ - viðbót.
Árunum 2019 og 2020 bætt við gagnasafnið og breytunni „meðgöngulengd barns“ bætt við.
Ábyrgðarmaður: Michael Clausen barnalæknir.
Aðrir umsækjendur: Sigurður Kristjánsson sérfræðilæknir, Kári Brynjarsson læknanemi.

III. Fjallað um eftirfarandi umsóknir:

Erindi 14/2022 „Líðan heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi – 24 mánuðum eftir fyrstu bylgju Covid 19-faraldursins: Einkenni langtímastreitu og þróun örmögnunar“
Ábyrgðarmaður: Eygló Guðmundsdóttir sálfræðingur.
Aðrir umsækjendur: Nikulás Ingi Björnsson sálfræðinemi.
Athugasemdir gerðar. Viljum fá inn endurbætta umsókn.

Erindi 16/2022 „Grunnhimnubreytingar í heila æðaveggjum sjúklinga með arfgenga heilablæðingu og Alzheimer“.
Ábyrgðarmaður: Ásbjörg Ósk Snorradóttir sérfræðingur á meinafræðideild og lektor.
Aðrir umsækjendur: Hjalti Karl Hafsteinsson ms nemi í lífeindafræði, Helgi J Ísaksson meinafræðingur, Sævar Ingþórsson dósent.
Kom í ljós að rannsóknin er með leyfi Vísindasiðanefndar og sótt var um fyrir misskilning fyrir þessum hluta til siðanefndar heilbrigðisrannsókna.

Erindi 17/2022 „Eftrilit með nýburum með öndunarörðugleika hjá foreldrum utan Vökudeildar“.
Ábyrgðarmaður: Þórður Þórkelsson yfirlæknir.
Aðrir umsækjendur: Stefán Orri Ragnarsson sérnámslæknir í barnalækningum, Óli Hilmar Ólason nýburalæknir, Guðrún Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur, Sigríður María Atladóttir deildarstjóri vökudeildar, Birna Gerður Jónsdóttir yfirljósmóðir fæðingarvaktar, María Guðrún Þórisdóttir yfirljósmóðir fæðingarvaktar.
Samþykkt með athugasemdum

Erindi 18/2022 „Rannsókn á hækkuðum lifrarprófum vegna lifrarskaða af völdum lyfja hjá sjúklingum á Landspítala“.
Ábyrgðarmaður: Einar Stefán Björnsson yfirlæknir og prófessor.
Aðrir umsækjendur: Sigurður Sölvi Sigurðsson læknanemi, Magdalena Sigurðardóttir rannsóknarhjúkrunarfræðingur.
Samþykkt með athugasemdum

IV. Önnur mál.

Virðingarfyllst
Ólafur Samúelsson formaður.

Til baka