Fundargerð

17. 03 2022

Siðanefnd heilbrigðisrannsókna

Fundur siðanefndar heilbrigðisrannsókna á Landspítala
Dagsetning: 17. mars 2022
Fundartími: 12:30-14:00
Staðsetning: Rafrænn
Númer fundar: 5
Viðstaddir: Ólafur Samúelsson, Þórunn S Elíasdóttir, Bryndís Valsdóttir, Ingibjörg Lárusdóttir, Pétur S. Gunnarsson, Sverrir Harðarson
Fjarverandi: Sædís Sævarsdóttir.
Gestir (nafn/starfsheiti):
Fundarritari: Tinna Eysteinsdóttir

Dagskrá:

I. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

II. Skýrsla formanns um afgreiðslu mála milli funda.
Endanlega samþykkt

Erindi 10/2022 „Hve margir covid sjúklingar greindust með blóðsegarek sem fóru í TS lungnaslagæðarannsókn á árunum 2020-2021“.
Ábyrgðarmaður: Sigurbjörg Helga Skúladóttir geislafræðingur.
Aðrir umsækjendur: Karin Pålsson geislafræðingur, Sigrún Anna Pálsdóttir geislafræðinemi.

Erindi 12/2022 „Garnadrepsbólga hjá fyrirburum á Vökudeild Barnaspítala Hringsins 1991-2020“.
Ábyrgðarmaður: Þórður Þórarinn Þórðarson sérfræðilæknir.
Aðrir umsækjendur: Þórður Þórkelsson yfirlæknir, Kristján Óskarsson yfirlæknir.

Erindi 51/2019 „Öndunarörðugleikar hjá börnum, sem fæðast með valkeisaraskurði“ - viðbót.
Árin 2020 og 2021 bætast við gagnasafnið, rannsóknarleyfi framlengt úr 2025 og Snorri Donaldsson bætist við rannsakendahópinn.
Ábyrgðarmaður: Þórður Þórkelsson yfirlæknir.
Aðrir umsækjendur: Hildur Harðardóttir sérfræðingur í fæðingar- og kvensjúkdómum, Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir sérnámslæknir, Katrín Hrefna Demian, 3ja árs læknanemi við HÍ.

III. Fjallað um eftirfarandi umsóknir:

Erindi 13/2022 „The comprehensive aphasia test – þýðing, staðfærsla og forprófun“.
Ábyrgðarmaður: Helga Thors talmeinafræðingur.
Aðrir umsækjendur: Eva Zophaníasdóttir nemi, Ragna Kristín Árnadóttir nemi.
Samþykkt með athugasemdum

Erindi 15/2022 „Notagildi og notendaupplifun á stafrænni virkni- og meðferðaráætlun fyrir skjólstæðinga Batamiðstöðvarinnar“.
Ábyrgðarmaður: Stefán Ólafsson lektor við tölvunarfræðideild HR.
Aðrir umsækjendur: Bertha María Óladóttir nemandi við HR, Sóley Birgisdóttir nemandi við HR, Lilja Bjarnadóttir nemandi við HR, Matthildur Aradóttir nemandi við HR.
Samþykkt með athugasemdum

IV. Önnur mál.
Farið yfir efni fundar sem siðanefnd átti með Vísindasiðanefnd og Siðanefnd SAk 25.febrúar.
Farið yfir drög að ársskýrslu nefndarinnar 2021.

Virðingarfyllst
Ólafur Samúelsson formaður.

Til baka