Leit
Loka

Framkvæmdastjórn

Framkvæmdastjórn Landspítala ber ábyrgð á mótun stefnu spítalans og felur forstjóra nánari útfærslu og framkvæmd hennar. Forstjóri er ábyrgur fyrir daglegum rekstri spítalans í samræmi við stefnu og ákvarðanir stjórnar. Það er enn fremur í höndum forstjóra að tryggja að starfsemi spítalans sé ávallt í samræmi við samþykktir og viðeigandi lagaramma.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala

Páll er fæddur 1966, er forstjóri Landspítala og stýrir framkvæmdastjórn spítalans. Hann var skipaður í starfið frá 1. apríl 2014.

Forstjóri Landspítala er skipaður af heilbrigðisráðherra til fimm ára í senn og starfar samkvæmt erindisbréfi þar sem er lýst stöðu hans sem embættismanns, hlutverki hans og helstu verkefnum sem eru eftirfarandi:

 • Hafa með höndum yfirstjórn framkvæmdastjórnar spítalans
 • Gera tillögu að skipuriti fyrir spítalann í samráði við framkvæmdastjórn spítalans og leggja tillöguna fyrir heilbrigðisráðherra til staðfestingar
 • Gera árlega starfs- og fjárhagsáætlun í samráði við framkvæmdastjórn spítalans
 • Vinna langtímastefnumörkun í samráði við framkvæmdastjórn spítalans
 • Stjórna daglegum rekstri spítalans, ráða starfsmenn og bera ábyrgð á starfsmannahaldi hans
 • Vinna að nýjungum og breytingum í starfsemi spítalans til hagsbóta fyrir sjúklinga
 • Stuðla að gæðaþróun og árangursmati í starfi spítalans
 • Vinna að samhæfingu þjónustuþátta
 • Vinna að því að spítalinn geti mætt þörfum menntastofnana um kennslu og rannsóknir
 • Efla samstarf við önnur sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar
 • Vinna önnur verkefni sem heilbrigðisyfirvöld fela forstjóra

Netfang: pallmatt@landspitali.is

Aðrir í framkvæmdastjórn

Sýna allt

Ásta Bjarnadóttir

 

Ásta er fædd árið 1969. Hún lauk doktorsprófi í vinnu- og skipulagssálfræði frá Háskólanum í Minnesota 1997 og starfaði að loknu námi við mannauðsstjórnun, meðal annars hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Á árunum 2001-2010 starfaði Ásta hjá Háskólanum í Reykjavík, við kennslu, rannsóknir og stjórnun, síðustu árin sem framkvæmdastjóri mannauðs og gæðasviðs.

Áður en Ásta gekk til liðs við Landspítala starfaði hún í fjögur ár hjá Capacent, sem ráðgjafi á sviði stjórnunar, mannauðsmála og vinnusálfræði.

Ásta tók við starfi framkvæmdstjóra mannauðssviðs LSH í desember 2015.

Netfang: astabjarna@landspitali.is

Benedikt Olgerisson

Benedikt er fæddur árið 1961. Hann lauk verkfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1986 og meistaraprófi í framkvæmdaverkfræði og verkefnastjórnun frá University of Washington í Seattle árið 1987.

Benedikt var aðstoðarforstjóri Landspítala frá 2010. Á árunum 2005 til 2009 var hann framkvæmdastjóri hjá Atorku hf.

Benedikt var framkvæmdastjóri Parlogis ehf. frá 2004 til 2005.

Hann starfaði hjá Eimskip hf. frá 1993 til 2004 sem forstöðumaður flutningamiðstöðvar í Sundahöfn, forstöðumaður innanlandsflutninga og síðast sem framkvæmdastjóri Eimskips hf. í Hamborg.

Frá 1988 til 1992 var Benedikt verkefnastjóri við mannvirkjagerð.

Netfang: benedikto@landspitali.is

Guðlaug Rakel er fædd árið 1961 og hefur starfað á Landspítala og fyrirrennurum hans í yfir 20 ár.

Hún brautskráðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1986 og starfaði sem slíkur í 10 ár en var auk þess í stjórnunarstarfi í 16 ár sem hjúkrunarframkvæmdastjóri og sviðsstjóri hjúkrunar á Landspítala.

Guðlaug Rakel var hjúkrunarforstjóri á St. Jósefsspítala og vann einnig í lyfjageiranum um hríð. Hún er með MBA gráðu og hefur stundað doktorsnám í lýðheilsuvísindum.

Netfang: gudrakel@landspitali.is

Hlíf er fædd 1966 og lauk læknisfræði frá Háskóla Íslands 1992.

Eftir kandídatsár og störf sem deildarlæknir stundaði hún sérfræðinám í lyflækningum og blóðlækningum við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi.

Hlíf hefur undanfarin 12 ár verið yfirlæknir blóðlækninga á Landspítala. Hún varð framkvæmdastjóri lyflækningasviðs 1. september 2014.

Netfang: hlifst@landspitali.is

Ingólfur er fæddur 1958.  Hann er menntaður iðnaðar- og rekstrarverkfræðingur M.Sc frá University of Michigan, Ann Arbor og rekstrarhagfræðingur MBA frá Háskóla Íslands.

Ingólfur hóf störf sem framkvæmdastjóri á Landspítala á árinu 2001 og vann áður hjá Ríkisspítölum sem yfirmaður tæknimála.

Hann var lektor og stundakennari við viðskiptafræðideild og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík 2002-2011, verkfræðingur hjá verkfræðistofunni VGK 1982-1985 og stærðfræðikennari við MR í tvo vetur samhliða háskólanámi.

Netfang: ingolfth@landspitali.is

Jón Hilmar er fæddur 1962 og læknir að mennt.  Hann hóf störf sem framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs í maí 2009. 

Jón Hilmar stundaði framhaldsnám í barnalækningum, nýburagjörgæslu og barnagjörgæslu í Bandaríkjunum og Kanada 1991-1998.

Á árunum 1998-2007 starfaði Jón Hilmar sem sérfræðingur og yfirlæknir í Bandaríkjunum. Hann fluttist heim til Íslands 2007 og hóf þá störf á Landspítala.

Netfang: jhf@landspitali.is

Lilja er fædd 1963. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt með meistaranám á sviði stjórnunar í heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum í Minnesota.

Lilja hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra á Landspítala frá árinu 2009.

Fyrir þann tíma sinnti hún ýmsum stjórnunarstörfum á spítalanum, var sviðsstjóri á skurðlækningasviði, aðstoðarframkvæmdastjóri hjúkrunar og deildarstjóri.

Netfang: liljaste@landspitali.is

Linda er fædd 1965.  Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt með meistarapróf í geðhjúkrun frá háskólanum í Wisconsin-Madison auk meistaraprófs í mannauðsstjórnun frá HÍ.

Linda starfaði sem deildarstjóri á göngudeild barna- og unglingageðdeildar (BUGL) frá 2001 til 2016.

Netfang: lindakr@landspitali.is

María er fædd 1963.  Hún hóf störf á geðsviði Landspítala sem hjúkrunarfræðingur 1988 og vann lengst sem hjúkrunardeildarstjóri á geðdeildum.

Hún tók síðan við starfi mannauðsráðgjafa 2009 og var jafnframt staðgengill framkvæmdastjóra geðsviðs.

María er með framhaldsmenntun á sviði stjórnunar.

Hún var settur framkvæmdastjóri geðsviðs í október 2013 og ráðin í stöðuna í september 2014.

Netfang: mariaein@landspitali.is

Ólafur Darri Andrason

Ólafur Darri Andrason er fæddur 1963.  Hann er með BS-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands og MS-próf í viðskiptafræði með áherslu á fjármál frá sama skóla.

Ólafur Darri tók við starfi framkvæmdastjóra fjármála 1. apríl 2019. Hann var settur ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu og starfaði um þriggja ára skeið sem skrifstofustjóri á skrifstofu hagmála og fjárlaga í velferðarráðuneytinu. Áður var hann í þrettán ár deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands og um sex ára skeið fjármálastjóri Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborgar og fjárreiðustjóri borgarinnar. Enn fremur starfaði hann um árabil í menntamálaráðuneytinu.

Netfang: darri@landspitali.is

Ólafur er fæddur árið 1964. Hann lauk cand. med. prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1990 og doktorsprófi frá HÍ í samvinnu við University of Iowa 2004.

Ólafur var ráðinn framkvæmdastjóri lækninga við Landspítala 2011 og hefur auk þess verið framkvæmdastjóri vísinda- og þróunarsviðs frá 2013, ásamt Sigríði Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar.

Ólafur starfar einnig við lyf- og lungnalækningar, m.a. á göngudeild fyrir lungnasjúklinga.

Áður var hann framkvæmdastjóri lækninga, lektor við lyfjafræðideild HÍ og í starfi á skrifstofu kennslu-, vísinda- og þróunar á Landspítala.

Hann hefur stundað vísindarannsóknir og tekið þátt í starfi Lífvísindaseturs HÍ frá stofnun þess. Ólafur lauk sérnámi í lyf- og lungnalækningum við University of Iowa árið 2000 og stundaði stofurekstur til 2005.

Netfang: olafbald@landspitali.is

Sigríður er fædd árið 1969. Hún lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1997, klínísku meistaraprófi í krabbameinshjúkrun frá University of Wisconsin-Madison árið 2000 og doktorsprófi frá sama skóla árið 2004. 

Sigríður hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunar frá 2012 og hefur auk þess verið framkvæmdastjóri vísinda- og þróunarsviðs frá 2013 ásamt Ólafi Baldurssyni, framkvæmdastjóra lækninga. 

Áður var Sigríður lektor og síðar dósent við Háskóla Íslands auk þess að gegna starfi forstöðumanns fræðasviðs í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands og Landspítala.

Netfang: sigridgu@landspitali.is 

Vigdís er fædd árið 1973. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt með framhaldsnám í stjórnun frá Royal College of Nursing í London og meistarapróf í verkefnastjórnun (MPM) frá verkfræðideild Háskóla Íslands.

Vigdís hefur starfað á Landspítala um margra ára skeið. Eftir útskrift starfaði Vigdís á gjörgæsludeildinni í Fossvogi, starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Hammersmith Hospital í London um nokkurt skeið, vann sem alþjóðafulltrúi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og sem sérfræðingur á stefnumótunarsviði Heilbrigðisráðuneytisins. 

Að loknu námi í verkefnastjórnun var hún fyrst á gæðadeild Landspítala og síðan sem verkefnastjóri á skurðlækningasviði og aðgerðasviði. Vigdís hefur verið staðgengill framkvæmdastjóra beggja sviðanna auk þess sem hún hefur tekið virkan þátt í umbótastarfi Landspítala og verið verkefnastjóri við Hringbrautarverkefnið.

Netfang: vigdisha@landspitali.is 

Guðrún Björg er fædd 1958 og hefur starfað hjá Landspítala og fyrirrennurum hans í rúm 30 ár.

Hún er ljósmóðir frá 1980 og hjúkrunarfræðingur frá árinu 1993.

Hún lauk meistaranámi í lýðheilsuheilsufræðum, með áherslu á stjórnun, frá Norræna heilbrigðisháskólanum í Gautaborg 2004 en hefur einnig numið heilsuhagfræði og stjórnun í heilbrigðisþjónustu.

Guðrún Björg hefur starfað sem ljósmóðir, yfirljósmóðir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á kvenna- og barnasviðum og á hagdeild.

Hún hefur starfað á verkefnastofu Landspítala frá 2009 og verið ritari framkvæmdastjórnar síðan 2010.

Netfang: gudrbsig@landspitali.is

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?