Leit
Loka

Framkvæmdastjórn

Forstjóri ræður framkvæmdastjóra sem ásamt honum mynda framkvæmdastjórn. Hann gerir skipurit Landspítala að höfðu samráði við framkvæmdastjórn og leggur fyrir ráðherra til staðfestingar.  Forstjóri felur framkvæmdastjórum að annast tiltekna þætti starfs síns auk þess sem hann framselur til þeirra ráðningarvald með formlegum hætti samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Forstjóri ber ábyrgð á þeirri þjónustu sem spítalinn veitir og á því að starfsemin sé ávallt í samræmi við þann lagaramma sem settur er um starfsemina m.a. varðandi kennslu og rannsóknir.

 

Páll Matthíasson er forstjóri Landspítala og stýrir framkvæmdastjórn spítalans.

Netfang: pallmatt@landspitali.is

Um Pál Matthíasson

Páll er fæddur árið 1966. Hann lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1994,  sérfræðiprófi í geðlækningum árið 1999 frá Maudsley Hospital og Bethlem Royal Hospital og síðar doktorsprófi í taugavísindum og geðlyfjafræði frá Institute of Psychiatry, University of London.

Páll starfaði sem geðlæknir á opinberum og einkareknum sjúkrahúsum á Englandi en kom til starfa á Landspítala árið 2007 þar sem hann var yfirlæknir á móttökugeðdeildum og síðan framkvæmdastjóri geðsviðs frá 2009 til 2013.

Páll hefur verið forstjóri Landspítala frá árinu 2013.

Hutverk forstjóra

Forstjóri Landspítala er skipaður af heilbrigðisráðherra til fimm ára í senn og starfar samkvæmt erindisbréfi þar sem er lýst stöðu hans sem embættismanns, hlutverki hans og helstu verkefnum:

 • Hafa með höndum yfirstjórn framkvæmdastjórnar spítalans.
 • Gera stjórnskipurit fyrir spítalann í samráði við framkvæmdastjórnina og leggja tillöguna fyrir heilbrigðisráðherra til staðfestingar.
 • Gera árlega starfs- og fjárhagsáætlun fyrir spítalann í samráði við framkvæmdastjórn spítalans
 • Gera starfsáætlun fyrir spítalann til þriggja ára í senn í samráði við framkvæmdastjórn spítalans og í samræmi við ákvæði laga um opinber fjármál nr. 123/2015.
 • Stjórna daglegum rekstri spítalans, ráða starfsmenn og bera ábyrgð á starfsmannahaldi hans.
 • Vinna að nýjungum og breytingum í starfsemi spítalans til hagsbóta fyrir sjúklinga.
 • Stuðla að gæðaþróun og árangursmati í starfi spítalans.
 • Vinna að samhæfingu þjónustuþátta.
 • Vinna að því að spítalinn geti mætt þörfum menntastofnana um kennslu og þjálfun nema í heilbrigðisgreinum.
 • Efla samstarf við aðrar heilbrigðisstofnanir.
 • Vinna önnur verkefni sem heilbrigðisyfirvöld fela forstjóra

Anna Sigrún er fædd árið 1970. Hún lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007. Hún hefur einnig stundað nám í siðfræði heilbrigðsþjónustu við Háskólann í Stokkhólmi.

Anna Sigrún var aðstoðarmaður forstjóra Landspítala frá 2013 til 1. júlí 2021. Hún var aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra 2009-2011 og í kjölfar sameiningar félags- og tryggingamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis aðstoðarmaður velferðarráðherra 2011-2013.

Áður starfaði Anna Sigrún m.a. við fjármálaráðgjöf á Landspítala, rekstur sjálfstæðs fyrirtækis í heilbrigðisþjónustu og hjúkrun á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi auk hjúkrunarstarfa á Landspítala og St. Franciskussjúkrahúsinu í Stykkishólmi.  

Netfang: annasb@landspitali.is

Guðlaug Rakel er fædd árið 1961. Hún brautskráðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1986 og starfaði sem slíkur í 10 ár. Í kjölfarið sinnti hún ýmsum stjórnunarstörfum, m.a. í lyfjageiranum, sem hjúkrunarforstjóri á St. Jósefsspítala og sviðsstjóri hjúkrunar á Landspítala.

Guðlaug Rakel hefur lokið MBA gráðu og bætt við sig þekkingu í lýðheilsuvísindum. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra bráðasviðs við stofnun þess árið 2009 og gegndi síðan starfi framkvæmdastjóra flæðisviðs frá 2014 til 1. október 2019 þegar nýtt skipurit Landspítala tók gildi og meðferðarsvið varð til.

Netfang: gudrakel@landspitali.is


Gunnar Ágúst Beinteinsson

 

Gunnar Ágúst lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaranámi með áherslu á stefnumótun og stjórnun frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn árið 2002.

Gunnar Ágúst hóf störf hjá Actavis Group árið 2004 sem forstöðumaður stefnumótunar og á árinu 2006 sem framkvæmdastjóri mannauðsmála.

Árið 2015 varð Gunnar Ágúst framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðsmála hjá Xantis Pharma AG í Sviss. Frá því á fyrri hluta ársins 2020 starfaði hann við við eigið ráðgjafarfyrirtæki í Sviss.

Gunnar Ágúst spilaði handbolta með FH og íslenska landsliðinu á árunum 1985-2000.

Netfang:

Hlíf er fædd 1966 og lauk prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1992. Eftir kandídatsár og störf sem deildarlæknir stundaði Hlíf sérfræðinám í lyflækningum og blóðlækningum við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi.

Hlíf hefur starfað samfellt á Landspítala frá árinu 2000, sem sérfræðilæknir í blóðlækningum og sem yfirlæknir blóðlækninga. Frá 1. september 2014 var hún framkvæmdastjóri lyflækningasviðs eða þar til nýtt skipurit Landspítala tók gildi og breytt aðgerðasvið varð til.

Netfang: hlifst@landspitali.is

Jón Hilmar er fæddur árið 1962 og útskrifaðist úr læknisfræði við Háskóla Íslands árið 1988. Hann stundaði framhaldsnám í barnalækningum, nýburagjörgæslu og barnagjörgæslu í Bandaríkjunum og Kanada á árunum 1991-1998 og starfaði eftir það sem sérfræðingur og yfirlæknir í Bandaríkjunum til ársins 2007.

Jón Hilmar hefur starfað á Landspítala frá árinu 2007. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs í maí 2009. Því  gegndi Jón Hilmar til ársins 2016 þegar hann fluttist í starf framkvæmdastjóra rannsóknarsviðs sem hann gegndi til 1. október 2019 þegar nýtt skipurit Landspítala tók gildi og þjónustusvið varð til. Frá 2011 hefur hann jafnframt borið ábyrgð á heilbrigðis- og upplýsingatækni spítalans.

Netfang: jhf@landspitali.is

 

 

 

 

Maríanna Garðarsdóttir gegnir starfinu tímabundið í leyfi Jóns Hilmars frá 24. ágúst 2021.

Netfang: marianna@landspitali.is

Ólafur Darri Andrason

Ólafur Darri Andrason er fæddur 1963.  Hann er með BS-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands og MS-próf í viðskiptafræði með áherslu á fjármál frá sama skóla.

Ólafur Darri tók við starfi framkvæmdastjóra fjármála 1. apríl 2019. Hann var settur ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu og starfaði um þriggja ára skeið sem skrifstofustjóri á skrifstofu hagmála og fjárlaga í velferðarráðuneytinu. Áður var hann í þrettán ár deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands og um sex ára skeið fjármálastjóri Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborgar og fjárreiðustjóri borgarinnar. Enn fremur starfaði hann um árabil í menntamálaráðuneytinu.

Netfang: darri@landspitali.is

Ólafur er fæddur árið 1964. Hann lauk cand.med. et chir.-prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1990. Ólafur lauk sérnámi í lyf- og lungnalækningum við University of Iowa árið 2000 og doktorsprófi frá HÍ í samvinnu við University of Iowa 2004.

Ólafur hefur verið skipaður framkvæmdastjóri lækninga frá árinu 2011 og stýrir skrifstofu hjúkrunar og lækninga, ásamt Sigríði Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar. Skrifstofan gegnir forystuhlutverki á Landspítala í vísindum, menntun og gæðamálum.

Ólafur starfar einnig við lyf- og lungnalækningar, meðal annars á göngudeild fyrir lungnasjúklinga.

Áður var hann aðstoðarmaður framkvæmdastjóra lækninga 2007-2009 og starfandi framkvæmdastjóri lækninga 2007-2009, lektor við lyfjafræðideild HÍ og í starfi á skrifstofu kennslu-, vísinda- og þróunar á Landspítala. Hann hefur stundað vísindarannsóknir og tekið þátt í starfi Lífvísindaseturs HÍ frá stofnun þess. Hann átti þátt í stofnun sprotafyrirtækisins EpiEndo Pharmaceuticals og situr í stjórn þess.

Netfang: olafbald@landspitali.is

 

Sigríður er fædd árið 1969. Hún lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1997, klínísku meistaraprófi í krabbameinshjúkrun frá University of Wisconsin-Madison árið 2000 og doktorsprófi frá sama skóla árið 2004. 

Sigríður hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunar frá árinu 2012 og stýrir skrifstofu hjúkrunar og lækninga, ásamt Ólafi Baldurssyni, framkvæmdastjóra lækninga. Skrifstofan gegnir forystuhlutverki á Landspítala í vísindum, menntun og gæðamálum.

Sigríður er prófessor í krabbameinshjúkrun við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Hún var áður lektor og síðar dósent við Háskóla Íslands auk þess að gegna starfi forstöðumanns fræðasviðs í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands og Landspítala. 

Netfang: sigridgu@landspitali.is 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?