Leit
Loka

Forstöðumenn þjónustukjarna

Birna er með BSc próf í líffræði og meistaragráðu í umhverfisfræði, diplóma í opinberri stjórnsýslu og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað á Landspítala frá 2012 við umhverfismál og verkefnastjórnun en var áður m.a. ráðgjafi hjá Alta og gæðastjóri hjá Medcare.

Netfang: birnahel@landspitali.is

Dögg útskrifaðist úr læknisfræði við Háskóla Íslands árið 2004 og fékk sérfræðiréttindi í fæðingar- og kvensjúkdómalækningum árið 2013 á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Hún hefur einnig stundað nám í ferlum innan sjúkrahúss við Gautaborgarháskóla og lauk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík 2021.

Dögg hefur starfað sem sérfræðilæknir á kvenlækningadeild Landspítala frá árinu 2017 og haft umsjón með gæða- og umbótastarfi deildarinnar. Þar áður var hún yfirlæknir á Gyn Östra á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Svíþjóð.

Netfang: dogghauk@landspitali.is

Guðný lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1994 en var áður sjúkraliði frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Einnig lauk Guðný MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012. Guðný hefur meðal annars starfað sem markaðsfulltrúi hjá Vistor í 10 ár og frá árinu 2016 gegndi hún stjórnunarstörfum á Landspítala, var síðast deildarstjóri á dag-, göngu- og samfélagsdeild á Landakoti.

Netfang: gudnyval@landspitali.is

Karl útskrifaðist úr læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1987 og lauk sérnámi í lyflækningum og hjartasjúkdómafræði frá Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg árið 1995 og doktorsprófi árið 1997 frá Gautaborgarháskóla. Hann hefur starfað á Landspítala samfellt frá 1997 og sem yfirlæknir hjartagáttar frá 2013. Hann er einnig prófessor í hlutastarfi við læknadeild Háskóla Íslands.

Netfang: andersen@landspitali.is

Ólafur Darri Andrason

Margrét útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1987 og lauk diplómanámi í heilsu- og sjúkrahússtjórnun frá háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg árið 1995. Einnig hefur hún lokið diplómanámi í bæði lýðheilsufræðum og opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Margrét var forstjóri Heilsugæslunnar á Akureyri í tólf ár og þar áður í þrjú ár hjúkrunarforstjóri sömu stofnunar. Hún var í sex ár verkefnastjóri og staðgengill framkvæmdastjóra skurðlækningasviðs á Landspítala.

Netfang: mgudjons@landspitali.is

Maríanna lauk kandídatsprófi í læknisfræði árið 1999 og sérfræðinámi í myndgreiningu frá Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg árið 2007. Frá þeim tíma var Maríanna  röntgenlæknir á Landspítala og yfirlæknir frá árinu 2014.

Netfang: marianna@landspitali.is

 

Már lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1984, sérfræðinámi í lyflækningum frá New Britain General Hospital og University of Connecticut árið 1990 og sérfræðinámi í smitsjúkdómalækningum frá Boston University Medical Center árið 1993. Már hefur starfað á Landspítala samfellt frá 1993 og hefur gegnt þar ýmsum stjórnunarstöðum, síðast starfi yfirlæknis smitsjúkdómalækninga og formennsku í farsóttanefnd spítalans. Hann er klínískur prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.

Netfang: markrist@landspitali.is

Nanna lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og lauk sérfræðinámi í geðlækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Osló árið 2003. Hún hefur starfað sem geðlæknir á Landspítala frá árinu 2014 og var yfirlæknir geðlækninga á meðferðargeðdeildinni á Laugarási og einnig yfirlæknir sérhæfðrar endurhæfingargeðdeildar frá 2016.

Netfang: nannabri@landspitali.is 

Ólafur lauk Bs námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 en var áður sjúkraliði frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.  Hann lauk diplómanámi í skurðhjúkrun frá HÍ árið 2012 og meistaranámi í hjúkrunarstjórnun frá sama skóla árið 2018. Hann hefur unnið á Landspítala á ýmsum deildum frá útskrift m.a. á gjörgæslu í Fossvogi og á skurðstofum þar.

Ólafur var  formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á árunum 2013-2016. Hann var ráðinn deildarstjóri á skurðstofum í Fossvogi 2016.

Netfang: olafursk@landspitali.is

Vigdís er hjúkrunarfræðingur að mennt með framhaldsnám í stjórnun frá Royal College of Nursing í London og meistarapróf í verkefnastjórnun (MPM) frá verkfræðideild Háskóla Íslands. Vigdís hefur starfað á Landspítala um margra ára skeið. Eftir útskrift frá hjúkrunarfræðideild HÍ starfaði Vigdís á gjörgæsludeildinni í Fossvogi og að loknu námi í verkefnastjórnun var hún fyrst á gæðadeild Landspítala og síðan sem verkefnastjóri á skurðlækningasviði og aðgerðasviði. Vigdís var framkvæmdastjóri aðgerðasviðs frá 1. júní 2018 til 1. október 2019 og tók við starfi forstöðumanns skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu þann 1. desember 2019. Hún varð forstöðumaður krabbameinsþjónustu Landspítala 1. júlí 2020. 

Netfang: vigdisha@landspitali.is

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?