Vísindasjóður Landspítala

Vísindasjóður Landspítala er öflugur rannsóknarsjóður sem árlega veitir allt að 70 milljónir króna í rannsóknarstyrki til starfsmanna spítalans. Markmið sjóðsins er að efla heilbrigðisrannsóknir á Landspítala og hann er opinn öllum háskólamenntuðum starfsmönnum hans. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum að hausti og í janúar. Stjórn sjóðsins úthlutar styrkjum með hliðsjón af umsögnum frá vísindaráði Landspítala. Styrkir eru afhentir í desember og á vordögum.

Skipulagsskrá (pdf)

Vísindasjóðsstyrkir