Upplýsingar

Dagsetning
2017.03.24

MANNAUÐSMÍNÚTAN (8)

Viðskiptafræðingurinn Kjartan Kjartansson hefur starfað á heilbrigðis- og upplýsingatæknisviði (HUT) Landspítala undanfarin 10 ár. Þar stýrir hann starfsemi þjónustuborðs, sem meðal annars aðstoðar tölvunotendur um allan Landspítala. Kjartan er tveggja barna faðir og kvæntur félagsráðgjafa. Helsta ástríða hans í augnablikinu er áhorf á hönnunarþætti, en hann er liðtækur smiður eftir eina önn í húsasmíði á sínum tíma og smellti upp eldhúsinu sínu sjálfur. Kjartan segir mannauðinn það besta við Landspítala sem vinnustað og þá sérstaklega hversu náið fólk vinnur saman.