Upplýsingar

Dagsetning
2017.12.12

Meinafræðideild Landspítalans aldargömul

100 ár eru liðin síðan fyrsti menntaði íslenski meinafræðingurinn, Stefán Jónsson kom til landsins eftir framhaldsmenntun í meinafræði og sýklafræði í Danmörku árið 1917. Meinafræðideild Landspítala er elsta rannsóknarstofa landsins. Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir deildarinnar segir hér nánar frá starfseminni.