Upplýsingar

Dagsetning
2017.10.09

FRÉTT // Metfjöldi meðferða við nýrnasteinum með nýjum steinbrjóti

Það stefnir í metfjölda á þessu ári í fjölda meðferða við nýrnasteinum með steinbrjóti. Áður voru framkvæmdar 240-250 meðferðir árlega, en þörfin hefur farið vaxandi. Á síðasta ári stökk fjöldinn í 340 meðferðir og verður enn meiri á þessu ári, ef að líkum lætur. Landspítali endurnýjaði steinbrjótstækið síðastliðið sumar. Hljóðhöggbylgjum er safnað saman í lítinn punkt þar sem steinn er og sundrar honum. Uppskurðar er ekki þörf. Fyrir daga þessarar tækni voru þetta algengustu aðgerðir sem þvagfæraskurðlæknar gerðu. Í dag koma flestir sjúklingar inn á göngudeild og fara heim samdægurs. Ávinningurinn af þeirri högun er mikill. Viðmælandi hér er Guðjón Haraldsson, en hann er sérfræðilæknir í þvagfæraskurðlækningum hjá skurðlækningasviði Landspítala.