Upplýsingar

Dagsetning
2017.03.31

Hvað er Heilsugátt?

Heilsugátt er rafrænt sjúkraskrákerfi sem hefur þróast hratt hjá heilbrigðis- og upplýsingatæknideild (HUT) Landspítala undanfarin misseri. Með kerfinu næst góð yfirsýn á sjúklinga hverrar deildar, sem auðveldar mjög vinnu heilbrigðisstarfsfólks og eykur öryggi sjúklinga. Heilsugátt er einstakt kerfi sem vakið hefur athygli út fyrir landsteinana. Kerfið er þróað til að keyra í vafra hjá notendum, en 10 manna þróunarteymi vinnur að stöðugum nýjungum og umbótum. Davíð Björn Þórisson sérfræðilæknir er einn af nokkrum klínískum ráðgöfum HUT við þróun Heilsugáttar og segir hér nánar frá kerfinu.