Upplýsingar

Dagsetning
2017.05.15

Búsetuúrræði skortir fyrir skjólstæðinga geðsviðs

Að jafnaði bíða milli 10 og 15 skjólstæðingar geðsviðs Landspítala eftir viðeigandi búsetuúrræðum. Skortur á viðeigandi húsnæði hamlar útskrift sjúklinga. María Einisdóttir framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala bendir á að heppilegra er að sjúklingar sæki sína endurhæfingu á geðsviði frekar með komu á dag- og göngudeild og fari svo heim þess á milli.