Upplýsingar

Dagsetning
2016.12.15

Um málefni Landspítala daginn fyrir kosningar

Stjórnmálaflokkarnir kynntu stefnumál sín að vanda í aðdraganda nýliðinna kosninga. Allir flokkar voru þar sammála um mikilvægi þess að styrkja heilbrigðiskerfið til framtíðar og gáfu fyrirheit um að efla Landspítala. Málefni sem sérstaklega sneru að málefnum Landspítala voru kynnt starfsfólki spítalans af fulltrúum flokkanna á jákvæðum og uppörvandi fundi þeirra á spítalanum, degi fyrir kosningar. Eftirfarandi koma fram í meðfylgjandi samantekt frá þeim fundi: Ólafur Þór Gunnarsson frá Vinstri grænum, Sigríður Ingibjörg Ingadóttur frá Samfylkingu, Guðlaugur Þór Þórðarson frá Sjálfstæðisflokki, Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn og Jón Þór Ólafsson frá Pírötum.