Upplýsingar

Dagsetning
2017.10.03

FRÉTT // Workplace hleypt af stokkunum á Landspítala

Samskiptamiðillinn Workplace by Facebook var tekinn formlega í notkun á Landspítala mánudaginn 2. október. Snemma dags voru boð send á um það bil 5.500 starfsmenn í tölvupósti. Viðtökurnar voru óvenju góðar, því tæplega 20% starfsfólks eða 1.000 manns skráðu sig inn á fyrsta degi, ásamt því sem meirihlutinn sótti viðeigandi öpp. Þar með eru notendur Workplace á Landspítala nú þegar orðnir um 1.400 talsins þar sem um 400 manns hafa prófað lausnina undanfarna mánuði.

Arabella Ýr Samúelsdóttir verkefnastjóri hjá mannauðssviði, Hulda Guðmundsdóttir verkfræðingur hjá heilbrigðis- og upplýsingatæknideild, Magnús Már Hrafnsson verkefnastjóri hjá öryggisdeild rekstrarsviðs og Stefán Hrafn Hagalín deildarstjóri samskiptadeildar. Þau tilheyra öll innleiðingarhópi Workplace.