Upplýsingar

Dagsetning
2017.06.26

FRÉTT // Sjúkrahúsið heim

Í byrjun júní opnaði Landspítali nýja bráðalyflækningadeild í Fossvogi með breyttu verklagi greiningardeildar. Nýja deildin hefur reynst einstaklega vel. Innlögnum hefur fækkað til muna, biðtími styst umtalsvert og álag á bráðamóttöku minnkað. Næstu skref felast annars vegar í að þróa dag- og göngudeildir enn frekar í átt til meðferðar bráðasjúklinga án innlagnar. Hins vegar er Landspítali nú að velta vöngum yfir hugtaki sem má kalla "sjúkrahúsið heim" og felur í sér lyflæknismeðferð og stofugang í heimahúsi. Viðmælendur í þessari frétt eru Hlíf Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri lyflækningasviðs og Ragnar Freyr Ingvarsson sérfræðingur á lyflækningadeild.