Upplýsingar

Dagsetning
2017.09.26

Vinnustofa Landspítala um stöðugar umbætur

Umbótastarf Landspítala hefur staðið sleitulaust yfir frá árinu 2011, en það er knúið áfram með Lean-aðferðafræðinni. Markmiðið er meðal annars að styrkja stjórnun breytinga og verkefna, minnka sóun og auka öryggi, jafnt sjúklinga sem starfsfólks. Undanfarin ár hefur Landspítali meðal annars notið liðsinnis bandaríska spítalans Virginia Mason í þessari vegferð. Á dögunum var haldin sérstök vinnustofa fyrir framkvæmdastjórn og helstu verkefnastjóra Landspítala í umbótastarfinu. Viðmælendur hér eru Páll Matthíasson forstjóri Landspítala, Chris Backous sérfræðingur hjá Virginia Mason og fyrirlesari vinnustofunnar og Alma Möller framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala.