Upplýsingar

Dagsetning
2017.05.11

Landspítali innleiðir stigun sjúklinga með NEWS

Innleiðing á stigun sjúklinga með breskri aðferðafræði og mælitæki sem nefnist NEWS (National Early Warning Score) hefur staðið yfir á Landspítala frá því í mars 2017 og fyrirhugað er að henni ljúki núna síðla á vormánuðum. Stigun sjúklinga felst í að greina áhættu sjúklinga út frá lífsmörkum og öðrum breytum með það að markmiði að gera áhættuna sýnilegri, svo bregðast megi fyrr við og fyrirbyggja versnun með stigvaxandi eftirliti og viðbrögðum lækna og hjúkrunarfræðinga.

Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, Lovísa Baldursdóttir sérfræðingur í gjörgæsluhjúkrun og Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga.