Upplýsingar

Dagsetning
2017.12.15

FRÉTT // Herminám á heimavelli B6

Á hinni framsæknu deild B6 Landspítala í Fossvogi er nú lögð stund á svokallað herminám á heimavelli. B6 er heila-, tauga- og bæklunarskurðdeild og þar taka hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og nemar þátt í herminámi inni á deildinni; sínum eigin heimavelli. Líkt er eftir tilfelli með hermisjúklingi, sem er hinn þrítugi Einar, en hann var greindur með æxli í höfði og það fjarlægt með skurðaðgerð deginum áður. Verkefnið miðar að því að þjálfa verkferla, vinnubrögð og samskipti og stuðla þannig að góðri liðsheild þar sem sjúklingurinn er ætíð í öndvegi. Viðmælendur okkar eru þær Steinunn Arna Þorsteinsdóttir sérfræðingur í hjúkrun og Bergrún Sigríður Benediktsdóttir aðstoðardeildarstjóri.