Upplýsingar

Dagsetning
2016.01.15

Skóflustunga að húsnæði jáeindaskanna

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, tók 12. janúar 2016 fyrstu skóflustungu að húsnæði fyrir jáeindaskanna á spítalanum. Íslensk erfðagreining færði íslensku þjóðinni skannann að gjöf sem og allan tilheyrandi tækjakost og sérhæft húsnæði undir hann. Verðmæti gjafarinnar er rúmar 840 milljónir króna.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, Pétur Hannesson, yfirlæknir röntgendeildar