Upplýsingar

Dagsetning
2017.11.29

STARFAMÍNÚTAN (6) - Sigrún Harpa Whalgren Davíðsdóttir hjúkrunarfræðingur

Sigrún Harpa er hjúkrunarfræðingur á bráðadeild Landspítala í Fossvogi. Meðal þess sem hjúkrunarfræðingar á bráðadeild gera er að forgangsflokka sjúklinga, búa um sár og brot. Tíðni ofbeldis í nánum samböndum er há en eitt af hlutverkum Sigrúnar er að taka á móti fólki sem leitar á bráðadeild vegna heimilisofbeldis og veita fyrstu sálfræðiaðstoð.