Upplýsingar

Dagsetning
2017.10.05

FRÉTT // Bráðadeild G2 verðlaunuð fyrir bólusetningar starfsfólks gegn inflúensu

Starfsfólk á Bráðadeild G2 hjá Landspítala í Fossvogi veitti viðtöku verðlaunum frá mannauðssviði fyrir frábæran árangur í bólusetningum starfsfólks deildarinnar gegn inflúensu. Viðmælendur okkar eru Jóna Björg Jónsdóttir starfsmannahjúkrunarfræðingur, Rut Tryggvadóttir aðstoðardeildarstjóri og Már Kristjánsson yfirlæknir á smitsjúkdómadeild. Spítalinn hefur það takmark að bólusetja 90% starfsfólks, en árlegar bólusetningar eru nauðsynleg vörn fyrir jafnt starfsfólk sem sjúklinga.