Upplýsingar

Dagsetning
2017.06.12

Eldhús Landspítala framleiðir 5.000 máltíðir á dag

Eldhús Landspítala framleiðir um 5.000 máltíðir á hverjum degi, sem gerir liðlega 1,8 milljónir yfir árið. Matseðlarnir geta verið 15-20 talsins og sérfæði er jafnan um fjórðungur umfangsins. Um er að ræða stórt og öflugt framleiðslueldhús við Hringbraut, sem þjónustar yfir 100 þúsund sjúklinga á ári, en einnig um 2.000 gesti í hinum 9 matsölum Landspítala. Hjá eldhúsinu starfa um 100 manns af 13 þjóðernum, þannig að mannauðurinn er tilkomumikill. Meðal spennandi verkefna hjá eldhúsi Landspítala er framsækið lean-umbótastarf þar sem unnið er að minni sóun, meiri flokkun og umhverfisvænni starfsemi. Hjá eldhúsinu eru sömuleiðis reknir tveir kaffibarir í samstarfi við Kaffitár.

Vigdís Stefánsdóttir, deildarstjóri