Upplýsingar

Dagsetning
2017.06.27

FRÉTT // Málþing um sjálfsskaðahegðun unglinga

Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) stóð fyrir fróðlegu málþingi í Háskólabíó um sjálfsskaðahegðun unglinga og mat á sjálfsvígshættu. Árið 2016 voru hugsanir og hegðun sem tengjast sjálfsskaða og sjálfsvígum í 74% tilvika ástæða fyrir bráðainnlögn á legudeild BUGL. Unnið er að framleiðslu fræðsluefnis um gagnleg viðbrögð fyrir foreldra og fagaðila og er efnið aðgengilegt á vef BUGL. Viðmælendur hér eru þær Ragna Kristmundsdóttir sérfræðingur í hjúkrun og Unnur Heba Steingrímsdóttir deildarstjóri göngudeildar BUGL.