Upplýsingar

Dagsetning
2014.04.06

Samgöngustyrkir LSH - Það er eitthvað að ganga

Landspítali vill stuðla að vist- og heilsuvænum samgöngumáta starfsmanna sinna, til hagsbóta fyrir heilsu og umhverfi. Frá og með 1. maí 2014 verða teknir upp samgöngustyrkir á Landspítala. Samgöngustyrkur er skattfrjáls styrkur fyrir starfsmenn Landspítala sem nota vist- og heilsuvænan ferðamáta til og frá vinnu. Hugsum um heilsuna, fækkum bílum í umferðinni og spörum peninga.