Upplýsingar

Dagsetning
2015.12.04

Þrír sterkir rannsóknarhópar fengu fimm milljóna hvatningarstyrki hver

Forstjóri Landspítala afhenti þrjá fimm milljóna króna hvatningarstyrki úr Vísindasjóði Landspítala við athöfn í Hringsal 1. desember 2015. Meðal viðstaddra var Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Þetta er í sjötta sinn sem styrkir af þessu tagi eru veittir á spítalanum. Þeir eru veittir sterkum rannsóknarhópum á spítalanum sem þegar hafa öðlast alþjóðlega viðurkenningu. Að þessu sinni bárust sjö umsóknir. Forystumenn rannsóknarhópanna tóku við styrkjunum og kynntu rannsóknir sínar.