Upplýsingar

Dagsetning
2018.03.18

Framhaldsmenntunarráð lækninga stofnað

Framhaldsmenntunarráð lækninga hefur verið stofnað á Landspítala. Í dag eru gerðar eru meiri kröfur til framhaldsnáms lækna en áður. Við endurskipulagningu á sérnámi í lyflækningum var ákveðið að leita til Konunglega breska lyflæknafélagið (Royal College of Physicians í Bretlandi) um ráðgjöf og samstarf. Sú stofnun sem er ein sú virtasta í heimi á sínu sviði hefur vottað sérnám í lyflækningum á Íslandi. Samstarfið felur meðal annars í sér að Íslendingar fá aðgang að námskröfum þeirra og rafrænu skráningarkerfi. Nú hefur verið lagður grunnur að því að sérgreinar lækninga bjóði upp á fyrri hluta sérnáms á Íslandi. Því gætu námslæknar séð hag sinn í því að ljúka kandídatsári á Íslandi og stunda svo formlegt og vottað fyrrihluta sérnám á Íslandi í þrjú ár, áður en haldið er til frekara sérnáms erlendis.

Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, Friðbjörn R. Sigurðsson framhaldsmenntunarstjóri lyflækna og Inga Sif Ólafsdóttir kennslustjóri kandídatslækna.