Upplýsingar

Dagsetning
2017.03.17

Mannauðsmínútan (7)

Kristbjörg Eva Heiðarsdóttir er hjúkrunarfræðinemi á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild Landspítala þar sem hún hefur starfað í eitt ár. Fjölbreytnin í verkefnum á geðsviði og einstaklega góður starfsandinn hefur komið henni mikið á óvart. Kristbjörg Eva ólst upp í Kópavogi, lærði hjúkrunarfræði á Akureyri og hefur búið víða um heim. Lífið utan vinnu snýst kringum 18 mánaða son hennar. Kristbjörgu Evu finnst gaman að ferðast og ef hún væri ekki í hjúkrunarfræði, þá hefði hún valið ferðamálafræði. Núna stendur hugur hennar hins vegar um framhaldsnám í geðhjúkrunarfræði eða þá að leggja ljósmóðurstarfið fyrir sig. Frítíma sinn notar Kristbjörg Eva til að hekla og baka og gerir bæði af mikilli ástríðu.