Upplýsingar

Dagsetning
2017.12.14

STARFAMÍNÚTAN (9) // Rebekka Guðrún Rúnarsdóttir deildarlæknir

Rebekka er deildarlæknir á meinafræðideild Landspítala. Deildin státar af 100 ára afmæli (2017) en starfsfólk hennar á stóran þátt í að greina sjúkdóma. Rebekka tekur á móti vefjasýnum frá skurðstofum og velur vefjabúta sem verða síðan undirbúnir undir smásjárskoðun og greiningu með sérfræðingi. Hluti af starfi lækna á meinafræðideild er að sinna krufningum að beiðni sérfræðilækna. Rebekka segir það mikil forréttindi að vinna með snillingunum á deildinni og stefnir óhikað á sérnám í meinafræði.