Upplýsingar

Dagsetning
2017.06.26

VÍSINDAMÍNÚTAN (4) // Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir

VÍSINDAMÍNÚTAN (4) // Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir á 20 ára útskriftarafmæli úr hjúkrunarfræði í ár. Eftir nokkur ár í starfi bætti hún við sig meistaragráðu í hjúkrun og í kjölfarið fylgdi sænsk doktorsgráða í heilbrigðisvísindum og kennslufræði háskóla. Þórdís Katrín vinnur nú sem verkefnastjóri hjá rannsóknastofu í bráðafræðum, ásamt því að vera lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og formaður fagráðs í bráðahjúkrun. Hún hefur sérhæft sig í rannsóknum á hjúkrun aðgerðasjúklinga og komum aldraðra á bráðamóttöku. Dr. Dísa segir okkur hérna frá verkefnum sínum!