Upplýsingar

Dagsetning
2017.10.31

Tækjadagar á menntadeild

Menntadeild Landspítala stendur fyrir opnum dögum fyrir starfsfólk spítalans til að kynna sér tæki og handbrögð. Í jafn flóknu starfsumhverfi og er á Landspítala veitir ekki af að fylgjast með nýjungum. Kennd er m.a. endurlífgun og hvernig hjartalínurit er tekið. Hægt er að skoða sjúkrabíl sem er við innganginn í Ármúla 1. Þetta er í fyrsta skipti sem opnir dagar eru haldnir á menntadeildinni en þeir standa yfir í þrjá daga, lokadagur er fimmtudagurinn 2. nóv. Allir eru velkomnir. Viðmælendur hér eru þær Marta Jónsdóttir, verkefnastjóri, Sigurdís Egilsdóttir sem er nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur á hjartadeild og Alda Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem kynnir nýjustu gerð af BiPAP öndunarvélum.