Upplýsingar

Dagsetning
2017.06.19

VÍSINDAMÍNÚTAN (3) // Aðalsteinn Guðmundsson

VÍSINDAMÍNÚTAN (3) // Aðalsteinn Guðmundsson er lyflæknir og öldrunarlæknir hjá Landspítala, ásamt því að hann lærði klíníska lyfjafræði aldraðra. Hann tók við starfi formanns lyfjanefndar Landspítala fyrir liðlega ári og er jafnframt ábyrgðarmaður SENATOR-rannsóknarinnar, sem fer fram í sjö Evrópulöndum og hefur hlotið styrkir fyrir liðlega milljarð króna úr sjóðum Evrópusambandsins. Verkefnið snýst um þróun hugbúnaðar sem metur og veitir ráðleggingar um lyfjameðferð og aðrar meðferðarleiðir hjá eldri einstaklingum. Aðalsteinn segir okkur hérna frá SENATOR, lyfjaöryggi og aukaverkunum.