Upplýsingar

Dagsetning
2016.10.04

Málverk af argréti Oddsdóttiru

Málverk af Margréti Oddsdóttur skurðlækni afhjúpað. Hún er vafalaust í hópi 30 skurðlækna í heiminum sem voru brautryðjendur í kviðsjárskurðlækningum. Á sínum alltof skamma starfsferli öðlaðist hún heimsfrægð í hópi skurðlækna og var þekkt bæði vestan og austan hafs. Hún var mjög virk í rannsóknum og ritaði bæði greinar í þekkt erlend læknatímarit og bókarkafla í virtar skurðlæknabækur. Til marks um þá virðingu sem hún naut erlendis var hún fengin til að skrifa bókarkafla í hina virtu Schwarts Textbook of Surgery sem er „biblía“ margra skurðlækna. Hér er rætt við foreldra Margrétar, Odd Pétursson og Magdalenu Margréti Sigurðardóttur. Elsa Björk Valsdóttir segir frá tilurð málverksins. Listmálarinn heitir Steven Larus og er hálf íslenskur og hálf breskur. Málverkið er staðsett á vegg í elsta hluta spítalans.