Upplýsingar

Dagsetning
2017.03.14

Blóðskimun til bjargar

Viðamesta rannsókn sem ráðist hefur verið í hér á landi, þjóðarátak gegn mergæxlum hófst formlega 15. nóvember 2016 er í fullu gangi. Öllum fæddum 1975 eða fyrr er boðið að taka þátt. Þetta er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Landspítala og Krabbameinsfélags Íslands. Að auki eru flestar rannsóknarstofur og blóðtökustaðir á Íslandi í samstarfinu og þannig er leitast við að tryggja að allir sem vilja taka þátt í þessu umfangsmikla verkefni, hvar sem er á landinu, geti það. Markmið rannsóknarinnar er að meta hvort ávinningur sé af því að skima fyrir forstigi mergæxlis (MGUS). Árangur rannsóknarinnar byggist á góðri þátttöku en þannig er vonast til þess að fá fá svör við fjölmörgum mikilvægum spurningum, meðal annars um orsakir mergæxla, ávinning skimunar, besta greiningarferli og áhrif krabbameinsleitar og skimunar á lífsgæði fólks. Rætt er við Sigurð Yngva Kristinsson sérfræðing og prófessor.