Upplýsingar

Dagsetning
2017.06.19

VÍSINDAMÍNÚTAN (2) // Hólmfríður Helgadóttir

VÍSINDAMÍNÚTAN (2) // Hólmfríður Helgadóttir hóf nýverið störf sem deildarlæknir á lyflækningasviði Landspítala. Hún vinnur nú að fjórþættu doktorsverkefni sem byrjaði upphaflega sem BS-verkefni og gengur út á að skoða langtímaáhrif prótonpumpuhemla, en það eru algeng lyf við vélindabakflæði og maga- og skeifugarnarsárum, sem meðal annars stöðva sýruframleiðslu. Leiðbeinandi Hólmfríðar er dr. Einar Stefán Björnsson meltingarlæknir, sem hún telur sig eiga mikið að þakka. Vísindamínútan er nýjung í kynningarstarfi Landspítala, en með henni vörpum við ljósi á vísindastarfið á spítalanum, forvitnumst um einstök verkefni og kynnumst mannauðnum sem drífur þau áfram. Hólmfríður segir okkur hérna stuttlega frá rannsóknum sínum.