Upplýsingar

Dagsetning
2016.11.04

Sneiðmyndatæki sett upp

Brátt verða tiltæk tvö sneiðmyndatæki í Fossvogi sem mun auka öryggi sjúklinga þar. Díana Óskarsdóttir er deildarstjóri á röntgendeild Landspítala í Fossvogi. Nýja tækið er frá Toshiba og er hraðvirkara en það eldra og getur einnig tekið sjúklinga allt að 205 kg. Nú stendur yfir frágangur á húsnæði og kennsla á búnaðinn. Búist er við að síðar í nóvember verði starfsemin komin á fullt skrið.